Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Batamessa í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa sunnudaginn 8. janúar 2023

Það verður batamessa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00. Við skulum byrja nýja árið á því að koma í batamessu og hitta aðra vini í bata, byggja okkur upp fyrir starfið á nýja árinu.

Við heyrum vitnisburð þeirra sem hafa reynslu af sporunum og presturinn verður með eitthvað uppbyggilegt til að taka með út í daginn. Njótum þess að iðka 11. sporið saman.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Sjáumst í batamessu!

Það verður batamessa í Grensáskirkju sunnudaginn 6. nóvember kl. 17.00

Með Fréttir

Það verður batamessa í Grensáskirkju í Reykjavík, sunnudaginn 6. nóvember n.k. kl. 17:00. Allir eru velkomnir í batamessu

Sr. María Ágústsdóttir og vinir í bata þjóna í messunni. Við heyrum vitnisburð frá Vini í bata og njótum þess að iðka 11. sporið og eiga samfélag við aðra vini í bata. Upplagt að bjóða einhverjum með í messuna til að kynnast starfinu.

Fræðsluþættir um Tólf sporin

Með Fréttir

Við viljum vekja athygli á útvarpsþáttunum um Tólf sporin. Góð kynning á starfinu.

Það verður aftur farið að útvarpa Tólf spora þáttunum á Lindinni – sá fyrsti verður fimmtudaginn 1. september 2022 og svo vikulega í framhaldi.

Á Útvarpsstöðvarinni Lindin er hægt að nálgast app Lindarinnar og þá er hægt að hlusta á allt mögulegt í símanum.

Við getum líka fundið og hlustað á Tólf spora þættina með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

Útvarpsþættir á Lindinni

Sumarkveðja

Með Fréttir

Nú er venjulegu sporastarfi væntanlega lokið á flestum stöðum. Allir komnir í sumarskap og farnir að vinna í garðinum sínum eða huga að ferðalögum.

Batinn er samt eitthvað sem við þurfum stöðugt að vinna að og finna okkar eigin leið til að halda okkar striki þó að hópastarfið sé ekki í gangi.

Það er auðvitað hægt að lesa tólf spora efni. Svo eru það viðhaldssporin: 10. sporið þar sem við tökum reglulega úttekt.  11. sporið þar sem við leitum eftir nálægð Guðs og hlustum eftir vilja hans. Loks 12. sporið þar sem við segjum öðrum frá því hvað sporin hafa gert í lífi okkar. Það staðfestir bata okkar og minnir okkur á hvernig lífið var, hvað gerðist og hvernig lífið breyttist við það að tileinka okkur sporin.

Hafið það gott í sumrinu og við minnum á að á heimasíðunni verður auglýst þegar nýjar byrjanir fara í gang í haust.

 

Aðalfundur vina í bata og batamessa 6. mars í Lindakirkju

Með Fréttir

Aðalfundur Vina í bata verður haldinn í Lindakirkju sunnudaginn 6. mars kl. 16.00
Við sem kunnum vel að meta sporastarfið mætum vel á aðalfundinn og tökum þátt í starfinu.

Dagskrá:

  1. Fundur settur – kosinn fundarstjóri og fundarritari
  2. Skýrsla starfshóps
  3. Ársreikningar
  4. Kosning í starfshópinn og skoðunarmenn
  5. Önnur mál

Kl. 17.00 eða í beinu framhaldi verður Batamessa í Lindakirkju

Allir eru velkomnir í batamessu

Batamessa nóvember í Grensáskirkju 7. nóv. kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa í nóvember
Batamessa nóvembermánaðar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 7. nóvember n.k. kl. 17.00. Batamessurnar eru gott tækifæri fyrir okkur til að iðka 11. sporið og til að hitta aðra vini í bata. Þetta er líka kjörið tækifæri til að bjóða fólki með til að kynna fyrir því hvað sporastarfið stendur fyrir. Vinir í bata í Grensáskirkju taka alltaf vel á móti okkur og við hvetjum ykkur til að koma og finna hvað þetta eru góðar stundir.

Enn er opið á þessum stöðum:

Í Selfosskirkju
er enn opið. Starfið er á mánudögum kl. 18.00.
Síðasti opni fundurinn er mánudaginn 1. nóvember.

Í Safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3, Mosfellsbæ er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 19.30
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Í Safnaðarheimili Bessastaðakirkju, Brekkuskógum 1, Álftanesi, er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 20.00
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Batamessa sunnudaginn 3. október kl. 14.00

Með Fréttir

Fyrsta batamessa haustsins 2021 verður í Garðakirkju á Garðaholti, sunnudaginn 3. október n.k. kl. 14.00
ATH breyttan messutíma.

Við heyrum vitnisburð Vinar í bata

Sr. Sveinbjörn R Einarsson  flytur okkur eitthvað gott til að taka með okkur út í daginn.

Að messu lokinni verður kaffihressing í hlöðunni á Króki á Garðaholti

Komum og njótum þess að hittast og koma okkur í sporagírinn

Bjóðum vinum með okkur sem vilja kynna sér sporin

Sjáumst í batamessu

Starfshópurinn

Uppskeruhátíð 2020

Með Fréttir

 

Kæru vinir í bata nær og fjær,
Nú ætlum við að snúa vörn í sókn og hittast hress á uppskeruhátið Vina í bata. Við ætlum að fagna batanum og öllu því góða sem við höfum samt sem áður fengið út úr sporavinnunni. Við ætlum líka að brydda upp á nýjungum. Það verður komið leyfi fyrir 200 manns á þessum tíma svo við erum í góðum málum. Verum dugleg að hnippa í þá sem við höfum verið að vinna sporin með í vetur og gleðjumst saman  en það eru allir velkomnir.

Staður: Í ár verður uppskeruhátíðin utan húss – nóg pláss. Hún verður haldin á Álftanesi að Bjarnastöðum sem er stórt hús í eigu sveitarfélagsins (sjá leiðarlýsingu). Þar er nóg pláss úti og ágætt pláss inni. Við erum búin að panta gott veður – annars færum við okkur inn í húsið.

Stund: föstudagurinn 5. Júní 2020 kl. 18.00 – 19.30

Dagskrá: Helgistund – tónlist – vitnisburðir – leikir og aðrar uppákomur – í lokin verður boðið upp á létta máltíð. Samskot renna til reksturs heimasíðu samtakanna. Við hvetjum alla til að skrá sig á facebookviðburðinn eða senda okkur línu á vinir@viniribata.is –  svo hægt sé að áætla hve mikið af mat mun þurfa.

Leiðarlýsing: Keyrt er eftir Álftanesvegi þar til komið er að hringtorgi með Bessastaði á hægri hönd, farið út úr því á þriðju beygju til hægri. Keyrt sem leið liggur eftir Suðurnesvegi, þar til komið er að 4 götu á vinstri hönd þá er keyrt inn Bakkaveg og blasa þá Bjarnastaðir við sem hvítt tvílyft hús með rauðu þaki og er þar stór grasflöt sem er römmuð inn af stórum öspum. Hægt er að leggja bílum á bílaplaninu við húsið.