Skip to main content

Það verður batamessa í Garðakirkju sunnudaginn 2. okt. kl. 14.00 – athugið breyttan tíma.

Með september 12, 2022september 23rd, 2022Fréttir

Það verður batamessa í Garðakirkju, sunnudaginn 2. október n.k. kl. 14.00 – athugið að það er breyttur messutími í þessari messu.

Þetta er fyrsta messa haustsins á Höfuðborgarsvæðinu og hún er á vegum Garðasóknar.  Garðakirkja er falleg kirkja og er á Garðaholti, stendur á mjög fallegum stað með útsýni yfir Hafnarfjörð og Reykjanesfjallgarðinn.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og vinir í bata þjóna. Félagar í gospelkór Jóns Vídalíns syngja við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Svo höfum við hressingu í hlöðunni á Króki eftir messuna.

Það eru allir velkomnir í batamessu og skemmtilegt að koma í þessa fallegu kirkju og hitta aðra vini í bata

Kíkið svo endilega inn á Kirkjur og fundartímar á heimasíðunni til að sjá hvar Tólf spora starf verður í vetur.