Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Það verður batamessa í Garðakirkju sunnudaginn 2. okt. kl. 14.00 – athugið breyttan tíma.

Með Fréttir

Það verður batamessa í Garðakirkju, sunnudaginn 2. október n.k. kl. 14.00 – athugið að það er breyttur messutími í þessari messu.

Þetta er fyrsta messa haustsins á Höfuðborgarsvæðinu og hún er á vegum Garðasóknar.  Garðakirkja er falleg kirkja og er á Garðaholti, stendur á mjög fallegum stað með útsýni yfir Hafnarfjörð og Reykjanesfjallgarðinn.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og vinir í bata þjóna. Félagar í gospelkór Jóns Vídalíns syngja við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Svo höfum við hressingu í hlöðunni á Króki eftir messuna.

Það eru allir velkomnir í batamessu og skemmtilegt að koma í þessa fallegu kirkju og hitta aðra vini í bata

Kíkið svo endilega inn á Kirkjur og fundartímar á heimasíðunni til að sjá hvar Tólf spora starf verður í vetur.

Vetrarstarfið í tólf sporunum

Með Fréttir

Nú styttist í að sporastarfið fari að byrja í kirkjunum þar sem það hefur verið.

Við erum að setja inn dag- og tímasetningar eftir því sem þær berast okkur og hvetjum ykkur til að fylgjast með.

Fyrsta byrjunin sem við vitum um núna er í Grensáskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 19.15. Það þarf ekki að skrá sig og allir eru velkomnir.

Það hafa borist upplýsingar frá Kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, þar byrjar starfið líka á fimmtudaginn 1. september með kynningarfundi kl. 19.30.  Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

Svo er komin dagsetning á nýja byrjun á Selfossi, sem er 12. september n.k. kl. 18.00-20.00. Allir velkomnir – bara mæta.

Það verður líka ný byrjun í sporunum í Grindavík þann 12. september n.k. kl. 20.00.

Það vantar talsvert af upplýsingum ennþá, sérstaklega af landsbyggðinni og e.t.v. er sporastarf á fleiri stöðum en við höfum upplýsingar um. Það væri gott að heyra um það, ef svo er.

Fræðsluþættir um Tólf sporin

Með Fréttir

Við viljum vekja athygli á útvarpsþáttunum um Tólf sporin. Góð kynning á starfinu.

Það verður aftur farið að útvarpa Tólf spora þáttunum á Lindinni – sá fyrsti verður fimmtudaginn 1. september 2022 og svo vikulega í framhaldi.

Á Útvarpsstöðvarinni Lindin er hægt að nálgast app Lindarinnar og þá er hægt að hlusta á allt mögulegt í símanum.

Við getum líka fundið og hlustað á Tólf spora þættina með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

Útvarpsþættir á Lindinni

Sumarkveðja

Með Fréttir

Nú er venjulegu sporastarfi væntanlega lokið á flestum stöðum. Allir komnir í sumarskap og farnir að vinna í garðinum sínum eða huga að ferðalögum.

Batinn er samt eitthvað sem við þurfum stöðugt að vinna að og finna okkar eigin leið til að halda okkar striki þó að hópastarfið sé ekki í gangi.

Það er auðvitað hægt að lesa tólf spora efni. Svo eru það viðhaldssporin: 10. sporið þar sem við tökum reglulega úttekt.  11. sporið þar sem við leitum eftir nálægð Guðs og hlustum eftir vilja hans. Loks 12. sporið þar sem við segjum öðrum frá því hvað sporin hafa gert í lífi okkar. Það staðfestir bata okkar og minnir okkur á hvernig lífið var, hvað gerðist og hvernig lífið breyttist við það að tileinka okkur sporin.

Hafið það gott í sumrinu og við minnum á að á heimasíðunni verður auglýst þegar nýjar byrjanir fara í gang í haust.

 

Aðalfundur vina í bata og batamessa 6. mars í Lindakirkju

Með Fréttir

Aðalfundur Vina í bata verður haldinn í Lindakirkju sunnudaginn 6. mars kl. 16.00
Við sem kunnum vel að meta sporastarfið mætum vel á aðalfundinn og tökum þátt í starfinu.

Dagskrá:

  1. Fundur settur – kosinn fundarstjóri og fundarritari
  2. Skýrsla starfshóps
  3. Ársreikningar
  4. Kosning í starfshópinn og skoðunarmenn
  5. Önnur mál

Kl. 17.00 eða í beinu framhaldi verður Batamessa í Lindakirkju

Allir eru velkomnir í batamessu

Ný byrjun – hraðferð í Lindakirkju 12. janúar

Með Fréttir

Það verður ný byrjun í Lindakirkju í Kópavogi, miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl.18.30. Annar opinn fundur verður 19. janúar n.k.

Farin verður 16 vikna ferð eða svokölluð hraðferð þar sem einni yfirferð um sporin lýkur í vor.

Allir velkomnir á opnu fundina.

Sunnudaginn 9. janúar verður messa í Lindakirkju sem send verður út í gegnum Facebook síðu kirkjunnar

Þar verður örstutt kynning á starfinu ef þið viljið kíkja.

Minnum líka á þættina um Tólf sporin sem eru á heimasíðunni. Ef þið viljið kynna ykkur starfið.

Nýjárskveðja – batamessa janúar fellur niður

Með Fréttir

 

Við fengum tilkynningu frá vinum í bata í Lágafellskirkju um að það þyrfti að fella niður messuna n.k. sunnudag 9. janúar.
Þetta er vegna tilmæla biskups sem leggur til að allt messuhald verði fellt niður þessa helgi til að bregðast við aðstæðum.
Þau létu jafnframt fylgja að þau væru alveg til í að hafa batamessu í byrjun apríl sem við þáðum með þökkum.

Við stefnum á að hafa batamessu fyrsta sunnudag í febrúar sem verður þá væntanlega í Bessastaðakirkju.

Gangi ykkur öllum vel í sporavinnunni á þessu nýbyrjaða ári og Guð blessi starfið hvar sem 12 sporin eru unnin.

Starfshópurinn

Jólakveðja til Vina í bata – batamessa í janúar 2022

Með Fréttir

Batamessa sunnudaginn 9. janúar 2022

Það verður batamessa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 9. janúar 2022 kl. 17.00. Við skulum byrja nýja árið á því að koma í batamessu og hitta aðra vini í bata, byggja okkur upp fyrir starfið á nýja árinu.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Við vonum að sóttvarnir hindri ekki og munum senda upplýsingar þegar nær dregur.

Batamessa nóvember í Grensáskirkju 7. nóv. kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa í nóvember
Batamessa nóvembermánaðar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 7. nóvember n.k. kl. 17.00. Batamessurnar eru gott tækifæri fyrir okkur til að iðka 11. sporið og til að hitta aðra vini í bata. Þetta er líka kjörið tækifæri til að bjóða fólki með til að kynna fyrir því hvað sporastarfið stendur fyrir. Vinir í bata í Grensáskirkju taka alltaf vel á móti okkur og við hvetjum ykkur til að koma og finna hvað þetta eru góðar stundir.

Enn er opið á þessum stöðum:

Í Selfosskirkju
er enn opið. Starfið er á mánudögum kl. 18.00.
Síðasti opni fundurinn er mánudaginn 1. nóvember.

Í Safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3, Mosfellsbæ er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 19.30
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Í Safnaðarheimili Bessastaðakirkju, Brekkuskógum 1, Álftanesi, er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 20.00
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.