Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Ný byrjun – 16 vikna ferðalag í Lindakirkju

Með Fréttir

Tólf spora starfið í Lindakirkju byrjar 25.janúar 2023, kl. 18.00
Farin verður 16 vikna ferð eða svokölluð hraðferð þar sem einni yfirferð um sporin lýkur í vor. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.
Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 25. janúar kl. 18:00. Næsti opni fundurinn verður 1. febrúar  en á þriðja fundi 8. febrúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með þessar vikur. (Best er að mæta á báða opnu fundina)

Fundartími: Miðvikudagar kl. 18:00-20:00.

Ný byrjun – 16 vikna ferðalag í Árbæjarkirkju

Með Fréttir

Tólf spora starfið í Árbæjarkirkju hefst að nýju 11. janúar 2023.

Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst í janúar og lýkur í maí 2023. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.

Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:00. Næsti opni fundurinn verður 18. janúar  en á þriðja fundi 25. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)

Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:00-21:00.

Batamessa í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa sunnudaginn 8. janúar 2023

Það verður batamessa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00. Við skulum byrja nýja árið á því að koma í batamessu og hitta aðra vini í bata, byggja okkur upp fyrir starfið á nýja árinu.

Við heyrum vitnisburð þeirra sem hafa reynslu af sporunum og presturinn verður með eitthvað uppbyggilegt til að taka með út í daginn. Njótum þess að iðka 11. sporið saman.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Sjáumst í batamessu!

Það verður batamessa í Grensáskirkju sunnudaginn 6. nóvember kl. 17.00

Með Fréttir

Það verður batamessa í Grensáskirkju í Reykjavík, sunnudaginn 6. nóvember n.k. kl. 17:00. Allir eru velkomnir í batamessu

Sr. María Ágústsdóttir og vinir í bata þjóna í messunni. Við heyrum vitnisburð frá Vini í bata og njótum þess að iðka 11. sporið og eiga samfélag við aðra vini í bata. Upplagt að bjóða einhverjum með í messuna til að kynnast starfinu.

Fræðsluþættir um Tólf sporin

Með Fréttir

Við viljum vekja athygli á útvarpsþáttunum um Tólf sporin. Góð kynning á starfinu.

Það verður aftur farið að útvarpa Tólf spora þáttunum á Lindinni – sá fyrsti verður fimmtudaginn 1. september 2022 og svo vikulega í framhaldi.

Á Útvarpsstöðvarinni Lindin er hægt að nálgast app Lindarinnar og þá er hægt að hlusta á allt mögulegt í símanum.

Við getum líka fundið og hlustað á Tólf spora þættina með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

Útvarpsþættir á Lindinni

Sumarkveðja

Með Fréttir

Nú er venjulegu sporastarfi væntanlega lokið á flestum stöðum. Allir komnir í sumarskap og farnir að vinna í garðinum sínum eða huga að ferðalögum.

Batinn er samt eitthvað sem við þurfum stöðugt að vinna að og finna okkar eigin leið til að halda okkar striki þó að hópastarfið sé ekki í gangi.

Það er auðvitað hægt að lesa tólf spora efni. Svo eru það viðhaldssporin: 10. sporið þar sem við tökum reglulega úttekt.  11. sporið þar sem við leitum eftir nálægð Guðs og hlustum eftir vilja hans. Loks 12. sporið þar sem við segjum öðrum frá því hvað sporin hafa gert í lífi okkar. Það staðfestir bata okkar og minnir okkur á hvernig lífið var, hvað gerðist og hvernig lífið breyttist við það að tileinka okkur sporin.

Hafið það gott í sumrinu og við minnum á að á heimasíðunni verður auglýst þegar nýjar byrjanir fara í gang í haust.

 

Aðalfundur vina í bata og batamessa 6. mars í Lindakirkju

Með Fréttir

Aðalfundur Vina í bata verður haldinn í Lindakirkju sunnudaginn 6. mars kl. 16.00
Við sem kunnum vel að meta sporastarfið mætum vel á aðalfundinn og tökum þátt í starfinu.

Dagskrá:

  1. Fundur settur – kosinn fundarstjóri og fundarritari
  2. Skýrsla starfshóps
  3. Ársreikningar
  4. Kosning í starfshópinn og skoðunarmenn
  5. Önnur mál

Kl. 17.00 eða í beinu framhaldi verður Batamessa í Lindakirkju

Allir eru velkomnir í batamessu

Ný byrjun – hraðferð í Lindakirkju 12. janúar

Með Fréttir

Það verður ný byrjun í Lindakirkju í Kópavogi, miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl.18.30. Annar opinn fundur verður 19. janúar n.k.

Farin verður 16 vikna ferð eða svokölluð hraðferð þar sem einni yfirferð um sporin lýkur í vor.

Allir velkomnir á opnu fundina.

Sunnudaginn 9. janúar verður messa í Lindakirkju sem send verður út í gegnum Facebook síðu kirkjunnar

Þar verður örstutt kynning á starfinu ef þið viljið kíkja.

Minnum líka á þættina um Tólf sporin sem eru á heimasíðunni. Ef þið viljið kynna ykkur starfið.