Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Batamessa nóvember í Grensáskirkju 7. nóv. kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa í nóvember
Batamessa nóvembermánaðar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 7. nóvember n.k. kl. 17.00. Batamessurnar eru gott tækifæri fyrir okkur til að iðka 11. sporið og til að hitta aðra vini í bata. Þetta er líka kjörið tækifæri til að bjóða fólki með til að kynna fyrir því hvað sporastarfið stendur fyrir. Vinir í bata í Grensáskirkju taka alltaf vel á móti okkur og við hvetjum ykkur til að koma og finna hvað þetta eru góðar stundir.

Enn er opið á þessum stöðum:

Í Selfosskirkju
er enn opið. Starfið er á mánudögum kl. 18.00.
Síðasti opni fundurinn er mánudaginn 1. nóvember.

Í Safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3, Mosfellsbæ er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 19.30
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Í Safnaðarheimili Bessastaðakirkju, Brekkuskógum 1, Álftanesi, er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 20.00
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Selfosskirkja – ný byrjun á mánudaginn 11. okt.

Með Fréttir

Í Selfosskirkju byrjar tólf spora starfið á ný næstkomandi mánudag 11. október kl. 18.00. Það verður síðan vikulega á sama tíma.  Það eru allir velkomnir á opnu sporafundina, sem eru þrír, en á fundinum 1. nóv. verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli sér að vera með í vetur.

Sporastarfið var líka að byrja í gær í Mosfellsbæ, Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3. Þar verður starfið á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 og síðasti opni fundurinn verður 27. október.

Starfið á Álftanesi hófst líka í gær í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, og verður líka á miðvikudagskvöldum kl. 20.00.  Síðasti opni fundurinn verður 27. október.

Batamessa sunnudaginn 3. október kl. 14.00

Með Fréttir

Fyrsta batamessa haustsins 2021 verður í Garðakirkju á Garðaholti, sunnudaginn 3. október n.k. kl. 14.00
ATH breyttan messutíma.

Við heyrum vitnisburð Vinar í bata

Sr. Sveinbjörn R Einarsson  flytur okkur eitthvað gott til að taka með okkur út í daginn.

Að messu lokinni verður kaffihressing í hlöðunni á Króki á Garðaholti

Komum og njótum þess að hittast og koma okkur í sporagírinn

Bjóðum vinum með okkur sem vilja kynna sér sporin

Sjáumst í batamessu

Starfshópurinn

Vetrarstarfið haust 2021

Með Fréttir

Við erum að fara af stað með Tólf spora starf Vina í bata í mörgum kirkjum og treystum því að geta haldið úti venjulegu starfi.

Á höfuðborgarsvæðinu eru þrjár kirkjur þegar byrjaðar, þ.e. Grensáskirkja, Kirkja Óháða safnaðarins og Lindakirkja í Kópavogi. Það eru ennþá opnir fundir þar og allir velkomnir.

Þið getið fylgst með nýjum byrjunum hér á heimasíðunni undir Kirkjur og fundartímar 

Ef þið vitið um nýtt starf sem er að byrja og ekki er skráð hjá okkur, þá endilega hafið samband á netfangið vinir@viniribata.is

Rafræn Batamessa sunnudaginn 7. febrúar n.k.

Með Fréttir

Rafræn Batamessa verður send út frá Bessastaðakirkju sunnudaginn 7. febrúar n.k. kl. 17:00.

Við hvetjum ykkur öll sem eruð í sporavinnunni og þau ykkar sem farið hafa í gegnum sporin til gefa ykkur

tíma til að setjast niður og njóta messunnar og er tilvalið að bjóða fjölskyldu og/vinum að njóta með ykkur.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari.

Vinur í Bata flytur vitnisburð um reynslu sína af tólf sporunum og flutt verða tónlistaratriði.

Að mæta í Batamessu er stór liður í sporastarfi vetrarins og bataferlinu og því um að gera að láta þessa ekki fram hjá sér fara.

Messan verður flutt rafrænt frá facebook síðu Bessastaðasóknar og mun birtast á sunnudaginn næsta kl. 17, sjá hér:

https://www.facebook.com/hans.gudberg.alfredsson

 

Bæði eftir Batamessur og á sporafundum er tekið við samskotum þeirra sem geta og vilja leggja félaginu lið en rekstur heimasíðu félagsins til að auglýsa viðburði, fundarstaði og dagskrá er helsti kostnaðarliðurinn sem standa þarf straum af. Nú á tímum samkomutakmarkana bendum við því á að þeir sem vilja og/eða geta lagt eitthvað til, að leggja inn á reikning nr. 0161-15-385103, kt. 510305-0780.

Allt hjálpar og munum að margt smátt gerir eitt stórt.

 

 

 

Nýtt ár – ný tækifæri

Með Fréttir

Kæru vinir í bata  – gleðilegt nýtt ár!

Það hefur ekki farið fram hjá ykkur að allt starfið okkar hefur litast mjög af þeim skorðum sem okkur öllum hafa verið settar vegna heimsfaraldursins. Nokkrar kirkjur náðu þó að koma starfinu sínu af stað í haust og með rýmri samkomutakmörkunum nú eru fleiri að fara af stað með sporastarf.

Margar kirkjur hafa verið duglegar við að senda út rafrænt efni á undanförnum vikum s.s.  hugleiðslu og bænastundir á Facebook og hvetjum við alla til að nýta sér það og skoða hvað er í boð. Má þar nefna t.d.

Lindakirkju https://www.facebook.com/lindakirkja/videos/798828520842791

Vídalínskirkju: https://www.facebook.com/hans.gudberg.alfredsson/videos/722882715016132

 

Tvær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fara af stað með hraðferð í sporunum í næstu viku og ef fleiri kirkjur bætast við munum við uppfæra upplýsingar á síðunni um leið og þær berast.

 

Lindakirkja – Ný byrjun – Hraðferð – 1 spor á viku

Sporastarfið hefur gengið vel í Lindakirkju í haust og munum við fara aftur af stað miðvikudaginn 20. janúar n.k. Þá förum við hraðferð þar sem farið er í 1 spor á viku. Fundirnar hefjast stundvíslega kl. 18:30 og gert er ráð fyrir að þeim ljúki kl. 20:00.

Við hvetjum þátttakendur til þess að koma undirbúin í fyrsta tímann með því að lesa kaflan um fyrsta sporið því við byrjun strax. Bókin fæst í Kirkjuhúsinu og heitir „Tólf sporin – Andlegt ferðalag“. Einnig er gott að mæta með glósubók til að vinna verkefnin í. Við gætum að sóttvörnum og mætum öll með grímur, pössum vel upp á 2ja metra regluna og erum dugleg að spritta hendur. Ekki er boðið upp á sameiginlegt kaffi og því eru allir hvattir til að koma með sín eigin drykkjarföng. Engin faðmlög eða handabönd. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi starfið í Lindaskirkju má hafa samband við Baldur í netfangið: baldur@netland.is.

 

Staður:  Lindakirkja – Uppsölum 3 – Kópavogi
Tími: kl. 18.30-20.00 á miðvikudagskvöldum frá og með 20. Janúar 2021.

 

Garðasókn – Ný  byrjun – Hraðferð á Álftanesi

Þar sem rýmkvað hefur verið um samkomutakmarkanir, höfum við ákveðið að láta á það reyna að hafa nýja byrjun í tólf spora starfinu á vegum Garðasóknar núna í janúar 2021. Við gætum að sóttvörnum, mætum með grímur, höldum fjarlægð og sprittum. Það verður ekki boðið upp á kaffi en þátttakendur geta tekið með sér eigin drykkjarföng. Engin faðmlög eða handabönd.

Núna höfum við hraðferð, það verða tveir opnir fundir, þ.e. 20. og 27. janúar en þá verður hópunum lokað. Síðan verður tekið 1 spor á viku og við ljúkum í maí.   Við getum ekki verið fleiri en 20 þannig að þau sem eru frá upphafi ákveðin í að vera með hafa forgang um pláss.

Staður:  Safnaðarheimilið að Brekkuskógum 1 – Álftanesi
Tími: kl. 20.00-22.00 á miðvikudagskvöldum frá og með 20. Janúar 2021.

 

Með kærum kveðjum

Starfshópurinn

 

Batamessa nóvember mánaðar fellur niður

Með Fréttir

Vegna samkomubanns fellur niður batamessa nóvembermánaðar sem vera átti í Grensáskirkju 1. nóvember n.k.

Við vitum ekki ennþá hvenær við getum boðið ykkur næst til batamessu, en munum tilkynna það um leið og færi gefst. Bendum á að margar kirkjur eru að streyma stuttum helgistundum á facebook eða í gegnum heimasíður sínar.

Margar þeirra eru yndislegar og virkilega gefandi – hvetjum ykkur til að nýta ykkur þennan kost.

Röskun á starfinu

Með Fréttir

Ljóst er að röskun verður á starfinu hjá Vinum í bata alla vegana næstu 2 vikurnar útaf Covid-19. Misjafnar aðstæður eru á þeim stöðum sem halda úti starfinu og biðlum við til ykkar að kynna ykkur vel hvað á við á þeim sem þið sækið.

Farið varlega og reynum að leggjast á eitt með að hjálpast að við að koma böndum á ástandið.

Kærleikskveðjur

Starfshópurinnn