Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Vorhátíð Vina í bata í Selfosskirkju 8. maí n.k.kl.20.00

Með Fréttir

Vorhátíð 2024

Miðvikudagskvöldið 8. maí 2024, kl. 20.00:
Flest höfum við lokið við Andlega ferðalagið okkar í 12 sporunum þetta vorið. Mörg finnum við vel fyrir þeim bata sem hefur orðið í vetur. Langar okkur ekki til að fagna með þeim sem vita hvað við erum að tala um?

Við fáum okkur kvöldbíltúr í fallega vorinu og skreppum á Selfoss þetta miðvikudagskvöld. Flestir eiga frí daginn eftir, á uppstigningardag. Á vorhátíðinni heyrum við vitnisburði og njótum tónlistar. Gefum okkur svo tíma fyrir kaffi og spjall á eftir. Það er svo gott að hitta aðra vini í bata og eiga samtal frá hjarta til hjarta – ekkert yfirboðshjal.
Þá erum við líka í 10.,11. og 12. sporinu.

Batamessa í Keflavíkurkirkju 28. apríl 2024, kl. 20.00

Með Fréttir

Vinir í bata í Keflavík bjóða til batamessu 28. apríl n.k. kl. 20.00. Vegna ferminga og páska var engin batamessa í byrjun apríl, en nýr sporahópur í Keflavík ákvað að hafa batamessu í vorinu og það verður kvöldmessa hjá þeim sunnudaginn 28. apríl n.k. Batamessurnar hafa verið vel sóttar og eru góðar og gefandi stundir þar sem við eigum samfélag í kirkjunni okkar, iðkum 11. sporið og hittum aðra vini í bata og heyrum reynslusögur. Öll eru velkomin í batamessu – takið með ykkur gesti.

Við skulum sýna þessum nýja sporahópi stuðning, fjölmenna til þeirra og samgleðjast.

 

Batamessa og aðalfundur í Árbæjarkirkju 10. mars 2024 – kl. 17.00

Með Fréttir

Vinir í bata í Árbæjarkirkju bjóða til batamessu annan sunnudaginn í mars eða 10. mars n.k. kl. 17.00.
Batamessurnar hafa verið vel sóttar og eru góðar og gefandi stundir þar sem við eigum samfélag í kirkjunni okkar,
iðkum 11. sporið og hittum aðra vini í bata og heyrum reynslusögur.
Allir eru velkomnir í batamessu

Að lokinni batamessu verður boðið upp á kaffi og hressingu og þá ætlum við að halda aðalfund samtakanna okkar.
Sitjið endilega áfram og taið þátt í aðalfundi og hafið áhrif.
Það eru laus sæti í starfshópnum og um að gera fyrir áhugasama Vini í bata að bjóða sig fram.

Aðalfundur – Dagskrá:

1. Ársskýrsla starfshóps Vina í bata
2. Ársreikningur samtakanna lagður fram til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

 

Batamessa í Bessastaðakirkju 4. febrúar 2024 – kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa febrúarmánaðar verður í Bessastaðakirkju, sunnudaginn 4. febrúar n.k. kl. 17.00. Það var hlý og góð batamessa í Lágafellskirkju í janúar, og núna er það hópurinn á Álftanesi sem býður okkur til messu.

Við heyrum vitnisburði tólf spora fólks, sr. Hans Guðberg hefur eitthvað gott að segja okkur, Ellen Kristjánsdóttir og Ástvaldur Traustason leiða tónlistina.

Svo bjóða vinir í bata í kaffi á eftir í safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1 á Álftanesi.

Allir eru velkomnir í batamessu og upplagt að bjóða með sér gestum.

Batamessa í Lágafellskirkju 14. janúar 2024 – kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa janúarmánaðar verður í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 14. janúar n.k. kl. 17.00.
Njótum þess að koma saman í batamessu á nýju ári.
Við heyrum vitnisburð og presturinn hefur eitthvað uppbyggilegt handa okkur til að taka með út í daginn.

Að messu lokinni bjóða Vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Verið öll velkomin í batamessu og takið með ykkur gesti.

Nýjar byrjanir í Árbæjarkirkju og Hjallakirkju í Kópavogi eftir áramót.

Með Fréttir

Árbæjarkirkja

Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst 10. janúar 2024 og lýkur í maí 2024. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.
Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl.19:00. Næsti opni fundurinn verður 17. janúar en á þriðja fundi 24. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)
Fundartími: Miðvikudagar kl. 19:00-21:00.

Digranes- og Hjallaprestakall.

Það verður ný sporabyrjun í Hjallakirkju í Kópavogi eftir áramótin. Farin verður 16 vikna ferð (hraðferð) í 12 sporunum og verður fyrsti opni fundurinn Miðvikudaginn 10. janúar kl. 19.00. Það eru aðeins tveir opnir fundir í hraðferð og það verður líka opið 17. janúar. Það þarf að mæta á opnu fundina til að vera með, ekki þarf að skrá sig, bara mæta.
Verið velkomin á sporafund.

Fundartími:  Miðvikudagar kl. 19.00-21.00

Batamessan 5. nóvember verður í Grensáskirkju kl. 17.00

Með Fréttir

Vinir í bata í Grensáskirkju bjóða okkur til batamessu, sunnudaginn 5. nóvember n.k. kl. 17.00.

Það er gott að koma í Grensáskirkju, iðka 11. sporið og njóta þess sem batamessan býður upp á.

Við heyrum vitnisburð og gefum okkur tíma og hittum aðra vini í bata yfir kaffibolla og meðlæti á eftir.

Sjáumst í Grensáskirkju á sunnudaginn.

 

Nýjar byrjanir haustið 2023

Með Fréttir

Enn opið í október:

Keflavíkurkirkja: mánudaginn 16. október 2023 kl. 19.30-21.30 – lokar 23. október

Lágafellssókn, Safnaðarheimilinu, Þverholti 3, Mosfellsbæ: miðvikudaginn 11. október 2023 kl.19.30 – lokar 25. október

Garðaprestakall í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi, miðvikudaginn 11. október 2023, kl. 20.00-22,00 – lokar 25. október.

Slóð á kynningarmyndband um sporin

Nú er um að gera að bregðast við og mæta á fund.

Velkomin öll á sporafund.

Kirkjurnar eru byrjaðar að auglýsa nýjar byrjanir haustsins

Með Fréttir

Hér fyrir neðan er auglýsing frá Grensáskirkju og fylgist svo með á Kirkjur og fundartímar

Vinir í bata Grensáskirkju hefja vetrarstarf sitt fimmtudaginn 7. september 2023.
Fundir eru einu sinni í viku kl 19.15-21.15.
Fyrstu þrír fundirnir eru opnir en eftir það þarf fólk að ákveða hvort það vilji taka þátt í 30 vikna prógrammi.

Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina.

Þetta er gefandi og þroskandi starf þar sem fólk skoðar líf sitt og áttar sig á hvað er gott, hvað má betur fara og finna leiðir til þess að eiga jákvæðara og innihaldsríkara líf.
Það kostar ekkert að vera með.

solong@simnet.is