Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu
Hér er listi yfir þær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem hafa boðið upp á Tólf spora starf veturinn 2021-2022.
Nýjar byrjanir hafa verið settar inn þar sem upplýsingar hafa borist.
Árbæjarkirkja
Sporastarfið í Árbæjarkirkju 2021-2022 hefst á ný 29. september næstkomandi. og verður frá kl. 19:15-21:15. (Athugið breyttan fundartíma.)
Fyrsti opni fundur vetrarins er miðvikudagur 29. september 2021. Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 20. október verður hópum lokað.
Á undan fundunum kl. 18. er boðið upp á nýung sem kallast Ræktin í kirkjuskipinu þar sem hægt að næra andann í kyrrð, bæn og íhugun og opið öllum. (Gott er að taka teppi, stílabók og skriffæri með sér en ekki nauðsynlegt)
Fundatími: Miðvikudagar kl. 19.15-21.15
Garðaprestakall (Vídalíns- Garða- og Bessastaðakirkja)
Fyrsti fundur haustið 2021 verður miðvikudaginn 6. október n.k. kl. 20.00 í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1, Álftanesi. Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 27. október verður hópum lokað.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 20:00-22:00
Grensáskirkja
Fyrsti opni fundur vetrarins 2021-2022 verður fimmtudaginn 2. sept. 2021. Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 23. september verður hópum lokað. Boðið verður upp á núvitundarhugleiðslu kl. 18.15 á fimmtudögum fyrir tólfspora fólk.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19:15-21:15
Kirkja Óháða safnaðarins
Fyrsti opni fundur vetrarins 2021-2022 verður fimmtudaginn 2. sept. 2021 kl.19.30.
Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 23. september verður hópum lokað.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19.30-21.30
Lindakirkja í Kópavogi
Það verður ný byrjun miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl.18.30. Opinn fundur nr. 2 verður miðvikudaginn 19.jan. á sama tíma.
Farin verður 16 vikna ferð eða svokölluð hraðferð þar sem einni yfirferð um sporin lýkur í vor 2022. Allir eru velkomnir á opnu fundina. Fyrirspurnir má senda á netfangið: baldur@netland.is
Fundatími: Miðvikudagar kl. 18:30
Lágafellssókn Mosfellsbær
Fyrsti fundur haustið 2021 verður miðvikudaginn 6. október n.k. kl. 19.30 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 27. október verður hópum lokað.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 19:30-21:30