Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Hér er listi yfir þær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem hafa boðið upp á Tólf spora starf veturinn 2020-2021.

Í ljósi aðstæðna hvetjum við ykkur til að vera í sambandi við ykkar kirkju um hvort starfinu verði frestað eða því breytt á einhvern hátt.  Þetta gæti verið mismunandi eftir kirkjum.

Nýjar byrjanir hafa verið settar inn þar sem upplýsingar hafa borist.

Árbæjarkirkja

Það verður ekki ný byrjun haustið 2020 – athugað verður að hafa nýja byrjun strax eftir áramót og verður það þá auglýst síðar.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 19.00-21.00

Garðaprestakall (Vídalíns- Garða- og Bessastaðakirkja)

Vegna tilmæla sóttvarnarlæknis og ástandsins í samfélaginu hefur verið ákveðið að fresta nýrri byrjun á Álftanesi. Fyrsti opni fundur vetrarins 2020-2021 verður miðvikudaginn 4. nóvember 2020 kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi. Fundirnir 11. og 18. nóv. verða líka opnir en hópunum verður lokað á fundinum 25. onóvember. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 20:00-22:00

Grensáskirkja 

Fyrsti opni fundur vetrarins 2020-2021 verður fimmtudaginn 3. sept. 2020. Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 24. september verður hópum lokað.  Boðið verður upp á núvitundarhugleiðslu kl.  18.15 á fimmtudögum fyrir tólfspora fólk.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19:15-21:15

Guðríðarkirkja Grafarholti

12 spora starf mun ekki fara fram veturinn 2020-2021.

Kirkja Óháða safnaðarins

Fyrsti opni fundur vetrarins 2020-2021 verður fimmtudaginn 3. sept. 2020. Næstu þrír fundir eru einnig opnir en á fundinum 24. september verður hópunum lokað.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19.30-21.30

Laugarneskirkja

Upplýsingar um starfið veturinn 2019-2020 liggja ekki fyrir.

Lindakirkja í Kópavogi

Fyrsti opni fundur vetrarins 2020-2021 verður miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 19.30 Fundirnir 14. og 21. okt. verða líka opnir en hópunum verður lokað á fundinum 28. október. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.
Fundatími: Mánudagar kl. 19:30 – 21:30

Lágafellssókn Mosfellsbær 

Fyrsti opni fundur vetrarins 2020-2021 verður miðvikudaginn 30. september kl. 19:00 í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 Mosfellsbæ. Fundirnir 7. okt. og 14. okt. eru líka opnir og allir velkomnir að kynna sér starfið. Á fundinum 21. október er reiknað með að þeir komi sem ætla að vera í starfinu í vetur.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 19:00-21:00