Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Hér er listi yfir þær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem hafa boðið upp á Tólf spora starf veturinn 2018-2019.

Nýjar byrjanir hafa verið settar inn þar sem upplýsingar hafa borist.

Háteigskirkja

Fundartímar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30. Það hefur verið ákveðið að hafa nýja byrjun í janúr 2019. Fyrsti fundur og kynningarfundurinn verður: auglýstur síðar. Allir velkomnir til að kynna sér sporin.

Laugarneskirkja

Tólf spora starf verður í Laugarneskirkju eftir áramót þ.e. í janúar 2019 þá verður farin 16 vikna ferð – nánar auglýst síðar. Sjá www.laugarneskirkja.is

Grensáskirkja

Fundartímar eru á fimmtudagskvöldum kl. 19:15-21:15. Fyrsti opni fundurinn og kynningarfundurinn verður fimmtudaginn 6. sept. 2018 kl. 19.15. Næstu tvo fimmtudaga 13. og 20. sept. verða líka opnir fundir en haldið áfram með efnið. Á fundinum27. september verður hópunum lokaðog reiknað með að þeir sem þá mæta ætli að vera með í vetur. Hversdagsmessurnar í Grensáskirkju hafa verið vinsælar samverustundir en þær eru á sömu dögum og sporastarfið og byrja aftur 20. sept. og eru alltaf kl.18.00 á fimmtudögum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og hefur sporafólki þótt gott að byrja fimmtudagskvöldin með því að taka þátt í hversdagsmessu.

Kirkja Óháða safnaðarins

undartímar á fimmtudagskvöldum kl. 19.30-21.30.Kynningarfundurinn í Kirkju Óháða safnaðarins verður 13. september kl. 19.30. Opnir fundir verða 20. og 27. sept. Á fundinum sem verður 4. október verður hópunum lokað og fleirum ekki bætt við. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafi tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Lindakirkja í Kópavogi

Fundir eru á mánudögum kl. 20.00-22.00. Tólf spora starfið í Lindakirkju haustið 2018 verður sem hér segir. Kynningarfundurinn og fyrsti opni fundurinn verður mánudagskvöldið 17. sept. kl. 20.00. Fundirnir 24. sept. og 1. okt. verða líka opnir en á fundinum 8. október verður hópunum lokað. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafi tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Garðasókn, þ.e. Vídalíns- og Bessastaðakirkju

Fundir eru á miðvikudagskvöldum kl. 20.00-22.00. Fyrsti kynningarfundur haustið 2018 verður miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi. Fundirnir 10. og 17. okt. verða líka opnir en hópunum verður lokað á fundinum 24. október. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Lágafellssókn Mosfellsbær

Fundir eru á fimmtudögum kl. 19.00-21.00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 Mosfellsbæ. Kynningarfundurinn og fyrsti opni fundurinn verður fimmtudaginn 4. október kl. 19.00. Opnir fundir verða þ.11. og 18. október. Á fundinum 25. október verður hópunum lokað og gert er ráð fyrir að þau sem þá mæta, ætli sér að vera með í starfinu í vetur. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

Guðríðarkirkja Grafarholti

Tólf spora starf verður í Guðríðarkirkju á miðvikudögum kl. 19.00-21.00 í vetur. Kynningarfundur verður miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 19.00 allir eru velkomnir.
Annar opinn fundur verður svo 10. október, en hópunum verður síðan lokað á fundinum 17. október. Gert er ráð fyrir að þau sem þá mæta hafi tekið ákvörðun um að vera með í vetur.