Skip to main content

Áfangar í bata

Áfangar í bata eru þau markmið sem við stefnum að – og felast fyrst og fremst í því að vera í framför og bata:

  • Okkur líður vel með öðru fólki, einnig fólki sem hefur völd eða er ráðríkt.
  • Við höfum sterka sjálfsmynd og erum tiltölulega ánægð með okkur sjálf.
  • Við meðtökum og nýtum okkur persónulega gagnrýni á jákvæðan hátt.
  • Þegar við horfumst í augu við okkar eigið lífsmynstur, sjáum við að við löðumst að styrkleika og skiljum veikleikann í samskiptum okkar við aðra.
  • Við erum í bata vegna þess að við sýnum sjálfum okkur kærleika og umhyggju.
  • Við öxlum ábyrgð á okkar eigin hugsunum og gjörðum.
  • Okkur líður vel með að taka okkar eigin málstað þegar það á við.
  • Við njótum þess að eiga frið og æðruleysi og treystum því að Guð leiði bata okkar.
  • Okkur þykir vænt um fólk sem elskar og annast um sjálft sig.
  • Við erum frjáls að því að finna til og láta í ljós tilfinningar okkar, jafnvel þegar þær eru sársaukafullar.
  • Við höfum heilbrigt sjálfsálit.
  • Við ræktum með okkur nýja færni sem leyfir okkur að eiga frumkvæði og fullmóta hugmyndir og framtak.
  • Við hegðum okkur af varkárni með því að leiða hugann að annars konar hegðun og hvaða hugsanlegar afleiðingar hún gæti haft.
  • Við treystum Kristi betur og betur sem okkar Æðra mætti.