Kirkjur & fundartímar
Vinsamlegast athugið! Vegna þeirrar óvissu sem gætir nú á tímum Covid liggur enn ekki að fullu ljóst fyrir hvaða kirkjur muni geta boðið upp á sporastarf. Alltaf verður haft að leiðarljósi að gildandi sóttvarnarreglum sé fylgt og allir sem hyggja á þátttöku í sporastarfi vetrarins beðnir um að gæta varkárni og fylgja sóttvarnarreglum. Kynnið ykkur hvernig þetta verður í ykkar kirkju.
Hér fyrir neðan er listi yfir þær kirkjur landsins sem hafa verið að bjóða upp á Tólf spora starf. Með því að smella á nafn kirkjunnar er þér vísað á vefsvæði hennar.
12 sporin andlegt ferðalag er fyrir alla. Ekki er gengið út frá því að fólk eigi við nein skilgreind vandamál að stríða, fíkn eða slíkt, heldur er um að ræða tækifæri til sjálfsskoðunar og almenna uppbyggingu til að geta betur tekist á við áskoranir lífsins.
Á vikulegum fundum er farið skipulega í gegnum sporin og unnið í litlum, lokuðum hópum út frá bókinni: Tólf sporin-Andlegt ferðalag. Þátttakendur lesa efnið heima, svara spurningum sem ákveðið hefur verði fyrir hvern fund og koma svo og deila niðurstöðum sínum með hópnum.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að kaupa vinnubókina. Hún er til sölu á kynningarfundunum en fæst líka í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu.
Fyrstu 3 fundir vetrarins eru svokallaðir opnir fundir og öllum aðgengilegir. Á 4. fundi, sem almennt er opinn, er hópunum svo lokað og eftir það er ekki hægt að taka við nýjum aðilum inn í starf vetrarins.