Kirkjur & fundartímar

Hér er listi yfir kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem og landsbyggðinni sem bjóða upp á Tólf spora starf

Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Hér er listi yfir þær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á Tólf spora starf veturinn 2018-2019.  Vetrarstarfið byrjar væntanlega í sept/okt í þeim kirkjum sem hafa Tólf spora starf. Fylgist vel með auglýsingum. Við setjum inn upplýsingar um leið og þær berast.

Árbæjarkirkja
Ný byrjun í janúar 2019. Fundartímar eru á miðvikudagskvöldum kl. 19.00-21.00.  Fyrsti opni fundurinn verður 9. janúar, næsti 16. janúar og á þriðja fundi 23. janúar verður hópunum lokað. Allir eru velkomnir á opnu fundina.

Háteigskirkja
Fundartímar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30. Það hefur verið ákveðið að hafa nýja byrjun í janúr 2019.  Fyrsti fundur og kynningarfundurinn verður: auglýstur síðar.  Allir velkomnir til að kynna sér sporin.

Laugarneskirkja
Tólf spora starf verður í Laugarneskirkju eftir áramót þ.e. í janúar 2019 þá verður farin 16 vikna ferð – nánar auglýst síðar. Sjá www.laugarneskirkja.is

Grensáskirkja 
Fundartímar eru á fimmtudagskvöldum kl. 19:15-21:15.  Það er boðið upp á núvitundarhugleiðslu kl.  18.15 á fimmtudögum fyrir tólfspora fólk.

Kirkja Óháða safnaðarins
Fundartímar á fimmtudagskvöldum kl. 19.30-21.30. Kynningarfundurinn í Kirkju Óháða safnaðarins verður 13. september kl. 19.30. Opnir fundir verða 20. og 27. sept. Á fundinum sem verður 4. október verður hópunum lokað og fleirum ekki bætt við. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafi tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Lindakirkja í Kópavogi. Fundir eru á mánudögum kl. 20.00-22.00
Tólf spora starfið í Lindakirkju haustið 2018 verður sem hér segir. Kynningarfundurinn og fyrsti opni fundurinn verður mánudagskvöldið 17. sept. kl. 20.00. Fundirnir 24. sept. og 1. okt. verða líka opnir en á fundinum 8. október verður hópunum lokað. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafi tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Garðasókn, þ.e. Vídalíns- og Bessastaðakirkju.  Fundir eru á miðvikudagskvöldum kl. 20.00-22.00. Fyrsti kynningarfundur haustið 2018 verður miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi. Fundirnir 10. og 17. okt. verða líka opnir en hópunum verður lokað á fundinum 24. október. Reiknað er með að þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Lágafellssókn Mosfellsbær  
Fundir eru á fimmtudögum kl. 19.00-21.00  í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 Mosfellsbæ. Kynningarfundurinn og fyrsti opni fundurinn verður fimmtudaginn 4. október kl. 19.00. Opnir fundir verða þ.11. og 18. október. Á fundinum 25. október verður hópunum lokað og gert er ráð fyrir að þau sem þá mæta, ætli sér að vera með í starfinu í vetur. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

Guðríðarkirkja Grafarholti
Tólf spora starf verður í Guðríðarkirkju á miðvikudögum kl. 19.00-21.00 í vetur.
Kynningarfundur verður miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 19.00
 – allir eru velkomnir.
Annar opinn fundur verður svo 10. október, en hópunum verður síðan lokað á fundinum 17. október. Gert er ráð fyrir að þau sem þá mæta hafi tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Kirkjur á landsbyggðinni

Hér er listi yfir þær kirkjur á landsbyggðinni sem bjóða upp á Tólf spora starf veturinn 2018-2019.

Grindavíkurkirkja
Tólf spora starf verður í Grindavíkurkirkju í vetur. Starfið verður á mánudagskvöldum kl. 20:00-22:00.  Fyrsti fundurinn og kynningarfundurinn verður 10. sept. 2018. Næstu tveir fundir 17. og 24. september verða opnir en reiknað með að þeir sem mæta á fundinn 1. október verði með í vetur því þá verður hópunum lokað. Allir eru velkomnir á opnu fundina. Hægt er að hafa samband við Guðbjörgu í síma 861-0259 um frekari upplýsingar.

Ytri-Njarðvíkurkirkja
Það byrjar Tólf spora starf í Ytri-Njarðvíkurkirkju í vetur 2018. Starfið verður á þriðjudagskvöldum kl. 20.00-22.00. Fyrsti fundurinn og kynningarfundurinn verður þann 9. október kl.20.00. Allir eru velkomnir til að kynna sér sporastarfið. Næstu tveir fundir þ. 16. og 23. október verða opnir og líka fundurinn 30. október en þá er reiknað með að hópunum verði lokað og þeir sem þá mæta ætli sér að vera með í vetur.

Egilsstaðakirkja 
Fundartímar eru á mánudagskvöldum kl. 20:00-22:00.  Kynningarfundur og fyrsti opni fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju mánudaginn xxx kl. 20.00, opinn fundur verður líka þann xxr á sama stað og sama tíma. Á fundinum sem verður xxx verður hópunum lokað og ekki fleirum bætt við. Reiknað er með að þeir sem koma þá ætli sér að vera með í starfinu í vetur.
Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig.

Eskifjörður
Fundir eru  haldnir í Kirkjumiðstöðinni á Eskifirði á þriðjudagskvöldum kl.19.30-21.30 Fyrsti fundur var xxx, og síðasti opni fundurinn þriðjudagskvöldið xxx en þá var hópunum lokað.

Landakirkja í Vestmannaeyjum
Vinir í bata í Vestmannaeyjum ætla að byrja aftur með framhaldshópinn á mánudögum kl. 19.30 í fundarherbergi Landakirkju. Byrjum mánudaginn 7. janúar 2019, allir sem hafa tekið sporin eru velkomnir á þessa fundi.

Selfosskirkja
Fundartímar á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 – 22.00. Fyrsti fundur og kynningarfundurinn verður miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 20.00. Opnir fundir verða líka 26. sept og 3. okt. en á fundinum 3. október verður hópunum lokað. Þeir sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur. Allir eru velkomnir á opnu fundina.

Höfn í Hornafirði/Hafnarkirkja.
Fundartímar eru í Hafnarkirkju á miðvikudögum kl. 17.00-19.00. Fyrsti fundur og kynningarfundurinn verður miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 17.00.  Opnir fundir verða þ. 26. sept., 3. og 10. október Hópunum verður svo lokað miðvikudaginn 10. október og þeir sem mæta á þann fund hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur. Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig.