Skip to main content

Kirkjur & fundartímar

Hér fyrir neðan er listi yfir þær kirkjur landsins sem hafa verið að bjóða upp á Tólf spora starf. Með því að smella á nafn kirkjunnar er þér vísað á vefsvæði hennar.

12 sporin andlegt ferðalag er fyrir alla. Ekki er gengið út frá því að fólk eigi við nein skilgreind vandamál að stríða, fíkn eða slíkt, heldur er um að ræða tækifæri til sjálfsskoðunar og almenna uppbyggingu til að geta betur tekist á við áskoranir lífsins.

Á vikulegum fundum er farið skipulega í gegnum sporin og unnið í litlum, lokuðum hópum út frá bókinni: Tólf sporin-Andlegt ferðalag. Þátttakendur lesa efnið heima, svara spurningum sem ákveðið hefur verði fyrir hvern fund og koma svo og deila niðurstöðum sínum með hópnum.

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að kaupa vinnubókina. Hún er til sölu á kynningarfundunum en fæst líka í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu.

Fyrstu 3 fundir vetrarins eru svokallaðir opnir fundir og öllum aðgengilegir. Á 4. fundi, sem almennt er opinn, er hópunum svo lokað og eftir það er ekki hægt að taka við nýjum aðilum inn í starf vetrarins.

Vikulegir 11. spors fundir

Verður nánar auglýst.

Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Hér koma upplýsingar um Tólf spora fundi veturinn 2023-2024. Enn er verið að safna upplýsingum frá kirkjunum og verður síðan uppfærð.

Árbæjarkirkja

Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst 10. janúar 2024 og lýkur í maí 2024. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.
Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl.19:00. Næsti opni fundurinn verður 17. janúar en á þriðja fundi 24. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)
Fundartími: Miðvikudagar kl. 19:00-21:00.

Digranes- og Hjallaprestakall.

Það verður ný sporabyrjun í Hjallakirkju í Kópavogi eftir áramótin. Farin verður 16 vikna ferð (hraðferð) í 12 sporunum og verður fyrsti opni fundurinn Miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 19.00. Það eru aðeins tveir opnir fundir í hraðferð og það verður líka opið 17. janúar. Það þarf að mæta á opnu fundina til að vera með, ekki þarf að skrá sig, bara mæta.
Verið velkomin á sporafund.

Fundartími:  Miðvikudagar kl. 19.00-21.00

Garðaprestakall
(Vídalíns- Garða- og Bessastaðakirkja):

Fyrsti fundur haustið 2023 verður miðvikudaginn 4. október  kl. 20.00 í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1, Álftanesi.

Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig, en á fjórða fundi 25. október er reiknað með að þeir mæti sem ætla að vera með í vetur. Eftir það verður fleirum ekki bætt við.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 20:00-22:00

Grensáskirkja

Vinir í bata Grensáskirkju hefja vetrarstarf sitt fimmtudaginn 7. september 2023.
Fundir eru einu sinni í viku kl 19.15-21.15.
Fyrstu þrír fundirnir eru opnir en eftir það þarf fólk að ákveða hvort það vilji taka þátt í 30 vikna prógrammi. Hópunum verður lokað á 4. fundi, 28. sept.

Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19:15-21:15

Kirkja Óháða safnaðarins

Fyrsti fundur haustið 2023 verður fimmtudaginn 7. september.
Fundir eru einu sinni í viku kl 19.30-21.30.
Fyrstu þrír fundirnir eru opnir en eftir það þarf fólk að ákveða hvort það vilji taka þátt í 30 vikna prógrammi. Hópunum verður lokað á fundinum 28. sept.

Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19.30-21.30

Lágafellssókn Mosfellsbær 

Fyrsti fundur haustið 2023 verður miðvikudaginn 4. október n.k. kl. 19.30 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Fyrstu þrír fundirnir eru öllum opnir, en á fundinum 25. október verður hópunum lokað og fleirum ekki bætt við þetta haust.

Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 19:30-21:00

Lindakirkja í Kópavogi

Tólf spora starf verður ekki í janúar 2024.

Fundartími: 

Kirkjur á landsbyggðinni

Hér koma upplýsingar um Tólf spora fundi veturinn 2023-24. Enn er verið að safna upplýsingum frá kirkjunum og verður síðan uppfærð. Þar sem ekki er komin dagsetning haustið 2023 – höfum við ekki fengið upplýsingar.

Selfosskirkja

Tólf spora starf verður í Selfosskirkju veturinn 2023-2024. Fyrsti fundur verður fimmtudaginn 14. september 2023 kl. 20.00. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og bara hægt að mæta, þarf ekki að skrá sig. Á fjórða fundi 5. okt. verður hópunum lokað og fleirum verður ekki bætt við þetta haust.

Fundartími er fimmtudagar kl. 20.00-22.00

Höfn í Hornafirði/Hafnarkirkja.

Sporastarf verður í vetur í Hafnarkirkju Hornafirði. Fyrsti fundur verður miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 17.00. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og bara hægt að mæta, þarf ekki að skrá sig. Á fjórða fundi verður hópunum lokað og fleirum verður ekki bætt við þetta haust.

Fundatími: Miðvikudagar kl. 17:00-19:00

Landakirkja í Vestmannaeyjum 

Það verður sporastarf í Landakirkju í Vestmannaeyjum veturinn 2023-24. Fyrsti opni fundurinn og kynningarfundur verður í safnaðarheimili Landakirkju 18. september 2023 Fundirnir byrja kl. 18.30. Á fundinum þ.9. október verður hópunum lokað.

Framhaldshópur verður líka starfandi – og fundir þar hefjast 11. sept. 2023 kl. 20.00. Fundir fara fram í fundarherbergi Landakirkju.
Fundatími: Mánudagar kl. 18:30-20:30 /framhaldshópar kl. 20:00

Keflavíkurkirkja

Það verður Tólf spora starf í Keflavíkurkirkju í vetur og fyrsti opni fundurinn verður mánudaginn 2. október 2023, kl. 19.30-21.30. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram – bara mæta.
Á fjórða fundi þ. 23. október verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli að vera með í vetur.

Fundartími: Mánudagar kl. 19.30-21.30 í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.

Stykkishólmur

Stykkishólmskirkja býður upp á tólf spora starf í vetur. Það verða tveir opnir kynningarfundir mánudaginn 11. september og 18. september kl. 19.15. Á seinni fundinum verður hópunum lokað og fleirum ekki bætt við þetta haust. Frá og með 25. sept. hefst svo sporavinnan í lokuðum hópum.  Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Fundartími er á mánudögum kl. 19.15.

Dalvíkurprestakall:

Það verður Tólf spora starf Dalvíkurkirkju í vetur og fyrsti opni fundurinn verður mánudaginn 18. september 2023, kl. 18.30-20.30. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram – bara mæta.

Á fjórða fundi þ. 9. október verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli að vera með í vetur.

Fundartími: Mánudagar kl. 18.30-20.30 

Eskifjörður

Það verður 12 spora starf í Eskifjarðarkirkju í vetur. farin verður 16 vikna ferð Starfið hefst með kynningarfundi, þriðjudaginn 12. september 2023. Allir velkomnir á kynningarfundinn og ekki þarf að skrá sig, en eftir það verður unnið í lokuðum hópum.

Fundartími er á þriðjudögum frá kl. 19.30.