Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu
Hér koma upplýsingar um Tólf spora fundi veturinn 2024-2025. Enn er verið að safna upplýsingum frá kirkjunum og verður síðan uppfærð eftir því sem þær berast. Við vorum að fá upplýsingar um nýja byrjun á 16 vikna ferð bæði í Árbæjarkirkju og Guðríðarkirkju í Grafarholti. Sjá hér fyrir neðan.
Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst í janúar 2025 og lýkur í maí 2025. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.
Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 8. janúar 2025 kl.17:30. Næsti opni fundurinn verður 15. janúar en á þriðja fundi 22. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)
Fundartími: Miðvikudagar kl. 17:30-19:30.
Vinir í bata í Guðríðarkirkju hefja 12 spora starf á nýju ári 2025. Um er að ræða 16 vikna hópastarf og hefst það miðvikudaginn 8. janúar 2025 og lýkur í lok apríl.
Fundirnir verða vikulega á miðvikudögum frá kl. 20.00-22.00. Fyrstu tveir fundirnir 8. og 15. jan. eru opnir og ekki þarf að skrá sig, þeir eru hugsaðir til þess að fólk geti komið og mátað sig við og kynnt sér starfið án skuldbindingar. Á þriðja fundi þ. 22 janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem þá mæta ætli sér að vera með í starfinu. Hvetjum fólk til að mæta á báða opnu fundina, farið er yfir ólíkt efni á hvorum fundi fyrir sig.
Fundartími: Miðvikudagar kl. 20.00-22.00
Fyrsti fundur haustið 2024 verður miðvikudaginn 2. október kl. 20.00 í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1, Álftanesi.
Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig, en á fjórða fundi 23. október er reiknað með að þeir mæti sem ætla að vera með í vetur. Eftir það verður fleirum ekki bætt við.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 20:00-22:00
Vinir í bata Grensáskirkju hefja vetrarstarf sitt fimmtudaginn 5. september 2024.
Fundir eru einu sinni í viku kl 19.15-21.15.
Fyrstu þrír fundirnir eru opnir en eftir það þarf fólk að ákveða hvort það vilji taka þátt í 30 vikna prógrammi. Hópunum verður lokað á 4. fundi, 26. sept.
Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19:15-21:15
Fyrsti fundur haustið 2024 verður fimmtudaginn 5. september.
Fundir eru einu sinni í viku kl 19.30-21.30.
Fyrstu þrír fundirnir eru opnir en eftir það þarf fólk að ákveða hvort það vilji taka þátt í 30 vikna prógrammi. Hópunum verður lokað á fundinum 26. sept.
Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina.
Fundatími: Fimmtudagar kl. 19.30-21.30
Fyrsti fundur haustið 2024 verður miðvikudaginn 2. október n.k. kl. 19.30 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Fyrstu þrír fundirnir eru öllum opnir, en á fundinum 23. október verður hópunum lokað og fleirum ekki bætt við þetta haust.
Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 19:30-21:00
Vantar upplýsingar