Skip to main content

Við erum Vinir í bata

Vinir í bata er hópur fólks – karla og kvenna – sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl

Við höfum verið á okkar Andlega ferðalagi með öðru fólki og hvert með öðru og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn. Við höfum fundið að vinna okkar í Tólf sporunum hefur leitt lækningu og bata inn í líf okkar og verið okkur andleg vakning. Þess vegna langar okkur til þess að þú fáir líka að reyna bata og eitthvað gott inn í þitt líf og þínar aðstæður.

Með því að bera boðskapinn áfram og segja öðrum frá gengur okkur betur að viðhalda bata okkar og halda áfram að vaxa en tilgangur okkar er einmitt sá að vera í bata á okkar andlega ferðalagi og að bjóða öðrum með. Við störfum innan kirkjunnar og margar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu og víða út um landið hafa Tólf spora starfið sem hluta af sínu kirkjustarfi. Ef til vill er það í þinni kirkju eða einhvers staðar ekki mjög langt frá heimili þínu.

Þess vegna erum við að bjóða þér á sporafund og segjum: Vertu hjartanlega velkomin(n) á sporafund… Fundartímar eru skráðir hér á síðunni. Við hefjum andlega ferðalagið yfirleitt á haustin eða rétt eftir áramót. Förum í gegnum byrjunarefnið á fyrstu þrem fundunum til að athuga stöðu okkar og hvort okkur langar að vera með. Síðan er hópunum lokað á fjórða fundi og við leggjum af stað og ferðalagið tekur 30 vikur eða tvær skólaannir.

Hvað svo? – Svo höfum við opna sporafundi og fundi með þeim sem vilja leiða aðra áfram og breiða út boðskapinn og höldum áfram að styðja hvert annað og vaxa undir handleiðslu Guðs.

Vinnubókin – Tólf sporin – Andlegt ferðalag ásamt hjálparbókunum: Hugleiðingar um Tólf sporin og Bænir fyrir Tólf sporin fást í Kirkjuhúsinu á Laugavegi og mörgum bókabúðum. Skálholtsútgáfan sér um dreifingu og prentun.
Vinnubókin er líka til sem hljóðbók á heimasíðunni hlusta.is.

Frjáls framlög vel þegin

  • Banki: 0161-15-385103
  • Kennitala:. 510305-0780

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr, wordfence_verifiedHuman, _gd#, wfvt_#

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_twitter_sess, ct0, guest_id, personalization_id
ads/ga-audiences, NID, GAPS
CheckConnectionTempCookie#
collect
impression.php/#