Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2019

Leiðbeinenda fundur 14. september 2019

Með Fréttir

Vinsamlegast athugið breyttar tímasetningar fundarins sem og skráningarfrest frá því sem upphaflega kom fram í fréttinni.

Nú styttist sannarlega í það að vetrarstarfið byrji hjá Vinum í bata. Við erum að fá upplýsingar frá kirkjunum um þessar mundir og munum auglýsa fundarstaði og tíma nánar í byrjun september.

Eins og leiðbeinendur og aðrir sporafarar þekkja hefur það verið gert í mörg ár að hittast að hausti í Skálholti til að byggja okkur upp og til að undirbúa okkur undir vetrarstarfið.
Að þessu sinni verður haustfundurinn með örlítið breyttu sniði. Við munum hittast í safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1 á Álftanesi.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 14. september nk. Hann hefst kl. 10 og honum lýkur kl. 15. Þátttökugjald er kr. 4.000 og er kaffi og hádegisverður innifalinn.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 10:00 – 11:45: Fundur settur. Flutt erindi um hvað felst í því að vera leiðbeinandi, fyrirspurnir og umræður í kjölfarið.
Kl. 11:45 – 12:45: Við tökum stuttan göngutúr og snæðum hádegisverð að Hliði á Álftanesi.
Kl. 12:45 – 14:30: Flutt erindi um gjafir andlega ferðalagsins í 12 sporunum, fyrirspurnir og umræður í kjölfarið.
Kl. 14:30 – 15:00: Kaffisamvera, stutt helgistund og fundarslit.

Skráning er nauðsynleg og berist sem fyrst en eigi síðar en föstudaginn 13. september fyrir kl. 16, á netfangið vinir@viniribata.is eða í gegnum skilaboð á Facebook síðunni okkar.

Við leggjum áherslu á að leiðbeinendur skrái sig til þátttöku. Við hvetjum jafnframt aðra áhugasama Vini í bata til að taka þátt því að allir reyndir sporafarar geta orðið leiðbeinendur!