Skip to main content
All Posts By

starfshopur

Uppskeruhátíð 2020

Með Fréttir

 

Kæru vinir í bata nær og fjær,
Nú ætlum við að snúa vörn í sókn og hittast hress á uppskeruhátið Vina í bata. Við ætlum að fagna batanum og öllu því góða sem við höfum samt sem áður fengið út úr sporavinnunni. Við ætlum líka að brydda upp á nýjungum. Það verður komið leyfi fyrir 200 manns á þessum tíma svo við erum í góðum málum. Verum dugleg að hnippa í þá sem við höfum verið að vinna sporin með í vetur og gleðjumst saman  en það eru allir velkomnir.

Staður: Í ár verður uppskeruhátíðin utan húss – nóg pláss. Hún verður haldin á Álftanesi að Bjarnastöðum sem er stórt hús í eigu sveitarfélagsins (sjá leiðarlýsingu). Þar er nóg pláss úti og ágætt pláss inni. Við erum búin að panta gott veður – annars færum við okkur inn í húsið.

Stund: föstudagurinn 5. Júní 2020 kl. 18.00 – 19.30

Dagskrá: Helgistund – tónlist – vitnisburðir – leikir og aðrar uppákomur – í lokin verður boðið upp á létta máltíð. Samskot renna til reksturs heimasíðu samtakanna. Við hvetjum alla til að skrá sig á facebookviðburðinn eða senda okkur línu á vinir@viniribata.is –  svo hægt sé að áætla hve mikið af mat mun þurfa.

Leiðarlýsing: Keyrt er eftir Álftanesvegi þar til komið er að hringtorgi með Bessastaði á hægri hönd, farið út úr því á þriðju beygju til hægri. Keyrt sem leið liggur eftir Suðurnesvegi, þar til komið er að 4 götu á vinstri hönd þá er keyrt inn Bakkaveg og blasa þá Bjarnastaðir við sem hvítt tvílyft hús með rauðu þaki og er þar stór grasflöt sem er römmuð inn af stórum öspum. Hægt er að leggja bílum á bílaplaninu við húsið.

 

 

11. spors fundir hefjast í kirkju Óháða safnaðarins haustið 2019

Með Fréttir

Það er gleðilegt að segja frá því að Óháði söfnuðurinn ætlar í vetur að bjóða upp á opna 11. spors fundi fyrir þá sem hafa farið í gegnum 12 sporin í hópi Vina í bata.

Fundirnir verða alla fimmtudaga kl. 18-19 í kirkju Óháða safnaðarins.

Athugið að fyrsti fundur verður fimmtudaginn 7. nóvember 2019.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessum fundum.  Hægt er að kynna sér fundina betur hér á heimasíðunni okkar, viniribata.is/11-spors-fundir

 

Leiðbeinenda fundur 14. september 2019

Með Fréttir

Vinsamlegast athugið breyttar tímasetningar fundarins sem og skráningarfrest frá því sem upphaflega kom fram í fréttinni.

Nú styttist sannarlega í það að vetrarstarfið byrji hjá Vinum í bata. Við erum að fá upplýsingar frá kirkjunum um þessar mundir og munum auglýsa fundarstaði og tíma nánar í byrjun september.

Eins og leiðbeinendur og aðrir sporafarar þekkja hefur það verið gert í mörg ár að hittast að hausti í Skálholti til að byggja okkur upp og til að undirbúa okkur undir vetrarstarfið.
Að þessu sinni verður haustfundurinn með örlítið breyttu sniði. Við munum hittast í safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1 á Álftanesi.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 14. september nk. Hann hefst kl. 10 og honum lýkur kl. 15. Þátttökugjald er kr. 4.000 og er kaffi og hádegisverður innifalinn.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 10:00 – 11:45: Fundur settur. Flutt erindi um hvað felst í því að vera leiðbeinandi, fyrirspurnir og umræður í kjölfarið.
Kl. 11:45 – 12:45: Við tökum stuttan göngutúr og snæðum hádegisverð að Hliði á Álftanesi.
Kl. 12:45 – 14:30: Flutt erindi um gjafir andlega ferðalagsins í 12 sporunum, fyrirspurnir og umræður í kjölfarið.
Kl. 14:30 – 15:00: Kaffisamvera, stutt helgistund og fundarslit.

Skráning er nauðsynleg og berist sem fyrst en eigi síðar en föstudaginn 13. september fyrir kl. 16, á netfangið vinir@viniribata.is eða í gegnum skilaboð á Facebook síðunni okkar.

Við leggjum áherslu á að leiðbeinendur skrái sig til þátttöku. Við hvetjum jafnframt aðra áhugasama Vini í bata til að taka þátt því að allir reyndir sporafarar geta orðið leiðbeinendur!

Aðalfundur og vorhátíð 10. maí 2019

Með Fréttir

Vorhátíð

Vorhátíð Vina í bata fer fram í Grindavíkurkirkju föstudaginn 10. maí kl. 18. Við hvetjum alla sporafara vetrarins til að koma og njóta samveru. Að sjálfsögðu eru eldri sporafarar og gestir velkomnir að venju! Við munum m.a. njóta tónlistar og hlýða á vitnisburði. Léttar veitingar verða á borðum.

Aðalfundur

Aðalfundur Vina í bata fer fram í Grindavíkurkirkju í kjölfar vorhátíðar, föstudaginn 10. maí. Hefst fundur kl. 19:30 og á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Við hvetjum alla til að koma og taka virkan þátt í starfinu.

Kveðja,
starfshópurinn