Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2023

Ný byrjun – 16 vikna ferðalag í Árbæjarkirkju

Með Fréttir

Tólf spora starfið í Árbæjarkirkju hefst að nýju 11. janúar 2023.

Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst í janúar og lýkur í maí 2023. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.

Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:00. Næsti opni fundurinn verður 18. janúar  en á þriðja fundi 25. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)

Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:00-21:00.

Batamessa í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa sunnudaginn 8. janúar 2023

Það verður batamessa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00. Við skulum byrja nýja árið á því að koma í batamessu og hitta aðra vini í bata, byggja okkur upp fyrir starfið á nýja árinu.

Við heyrum vitnisburð þeirra sem hafa reynslu af sporunum og presturinn verður með eitthvað uppbyggilegt til að taka með út í daginn. Njótum þess að iðka 11. sporið saman.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Sjáumst í batamessu!