
Batamessa sunnudaginn 9. janúar 2022
Það verður batamessa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 9. janúar 2022 kl. 17.00. Við skulum byrja nýja árið á því að koma í batamessu og hitta aðra vini í bata, byggja okkur upp fyrir starfið á nýja árinu.
Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.
Við vonum að sóttvarnir hindri ekki og munum senda upplýsingar þegar nær dregur.