Skip to main content
All Posts By

maggegg

Það verður batamessa í Garðakirkju sunnudaginn 1. okt. kl. 11.00

Með Fréttir

Fyrsta batamessan í haust verður í
Garðakirkju sunnudaginn 1. október 2023 kl. 11.00

Prestur verður sr. Bjarni Karlsson. Við heyrum vitnisburð frá vini í bata. Bjartur Logi, organisti og tónlistarfólk frá Vídalínskirkju verða með tónlistina og svo er boðið upp á hressingu í hlöðunni á Króki á eftir.

Athugið breyttan messutíma.

Það er gott að byrja sporaveturinn með því að mæta í batamessu. Þó að messan sé sniðin fyrir tólf spora fólk – er hún fyrir alla og allir eru velkomnir. Sérstaklega eru „gamlir“ sporavinir boðnir velkomnir.

 

Nýjar byrjanir haustið 2023

Með Fréttir

Nýjar byrjanir í október:

Keflavíkurkirkja: mánudaginn 2. október 2023 kl. 19.30-21.30 – lokar 23. október

Lágafellssókn, Safnaðarheimilinu, Þverholti 3, Mosfellsbæ: miðvikudaginn 4. október 2023 kl.10.30 – lokar 25. október

Garðaprestakall í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi, miðvikudaginn 4. október 2023, kl. 20.00-22,00 – lokar 25. október.

Slóð á kynningarmyndband um sporin

Enn opið:

Grensáskirkja: fimmtudaginn 28. september 2023 – kl. 19.15 – hópunum verður lokað á þessum fundi.

Kirkja Óháða safnaðarins: fimmtudaginn 28. september 2023 – kl. 19.30 – þeir sem mæta núna ætla að vera með í vetur – hópunum verður lokað á fundinum.

Dalvíkurkirkja: mánudaginn 2. október 2023 – kl. 18.30 – lokar 9. október. Þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Hafnarkirkja, Hornafirði: miðvikudaginn 27. september 2023 – kl. 17.00 – lokar 4. október. Þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Selfosskirkja: fimmtudaginn 28. september 2023 – kl. 20.00 – lokar 5. október – þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Landakirkja, Vestmannaeyjum: mánudaginn 2. október 2023 – kl 18.30 – lokar 9. október – þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Nú er um að gera að bregðast við og mæta á fund.

Velkomin öll á sporafund.

Kirkjurnar eru byrjaðar að auglýsa nýjar byrjanir haustsins

Með Fréttir

Hér fyrir neðan er auglýsing frá Grensáskirkju og fylgist svo með á Kirkjur og fundartímar

Vinir í bata Grensáskirkju hefja vetrarstarf sitt fimmtudaginn 7. september 2023.
Fundir eru einu sinni í viku kl 19.15-21.15.
Fyrstu þrír fundirnir eru opnir en eftir það þarf fólk að ákveða hvort það vilji taka þátt í 30 vikna prógrammi.

Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina.

Þetta er gefandi og þroskandi starf þar sem fólk skoðar líf sitt og áttar sig á hvað er gott, hvað má betur fara og finna leiðir til þess að eiga jákvæðara og innihaldsríkara líf.
Það kostar ekkert að vera með.

solong@simnet.is

Fræðsludagur fyrir leiðbeinendur í sporastarfi

Með Fréttir

Laugardaginn 2.september n.k.  verður fræðsludagur á vegum Vina í bata fyrir þau sem hafa hug á að vera leiðbeinendur í Tólf spora starfinu í kirkjunni. Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Þátttaka í fræðsludeginum er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning í síðasta lagi fyrir 31. ágúst hjá:  maggegg@simnet.is eða solong@simnet.is  

Hvar:                 Starfið verður í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar að Brekkuskógum 1, Álftanesi.
Takið bókina með. Verðum með bækur til sölu á staðnum á kr. 3500 – enginn posi.

Hvenær:           Laugardaginn 2. september 2023 við opnum húsið kl. 09.30 ef einhver vill ná sér í
kaffibolla, fræðslan hefst kl. 10.00 og ljúkum dagskrá í síðasta lagi kl. 16.00.

Dagskráin:     Fyrir hádegið verður fræðsla um hvernig staðið er að nýrri byrjun, farið yfir fyrstu
fjóra fundina, hlutverk leiðbeinandans og farið yfir helstu viðmið í sporastarfinu.

Við fáum hádegisverð á veitingahúsinu í Fisherman‘s Village á Álftanesi.
Dagskráin hefst aftur kl. 14.00 og þá munu eldri leiðbeinendur segja frá sinni reynslu
af því að leiða hópastarf – hvað kom á óvart – hvað hefur gefist vel – hverjar eru
áskoranir leiðbeinandans?
Kl. 15.00 er svo kaffi og kveðjustund og er stefnt að því að ljúka ekki síðar en kl. 16.00

Bjóðum velkomin þau sem langar að vera virk í sporastarfinu og taka þátt í að leiða hóp. Það er líka gott fyrir okkur sem höfum verið leiðbeinendur að rifja upp og hittast, undirbúa okkur fyrir vetrarstarfið og hvetja hvert annað.

Starfshópur Vina í bata

Vorhátíð/Uppskeruhátíð 2023

Með Fréttir

Vorhátíð/Uppskeruhátið 2023

Það styttist í vorhátíðina og við hlökkum til að sjá ykkur með vor í augum og glöð yfir að vera í bata. Við kíkjum í fataskápinn okkar og finnum eitthvað sumarlegt og í glöðum litum til að fara í sem hæfir tilefninu.

Auðvitað væntum við þess að þið komið til að gleðjast með okkur og hvert með öðru miðvikudagskvöldið 17. maí kl. 20.00 í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Það er yndislegt að hittast á vorkvöldi á svo fallegum stað eiga saman góða stund. Þið megið líka gjarnan biðja fyrir góðu veðri.

Við ætlum að syngja saman létta söngva og þakka Guði á þann hátt fyrir batann í lífi okkar og svo heyrum við vitnisburði þeirra sem þekkja sporin og batann af eigin raun. Það er fátt meira uppörvandi en að heyra góða batasögu. Þórður leikur undir sönginn og svo heyrum við eitthvað gott bæði í tónum og tali frá Gísla og Herdísi. Sr. Arndís Linn sendir okkur svo út í vorið með blessun.  Við gefum okkur tíma fyrir kaffisopa og létta hressingu eftir stundina.

Takið kvöldið frá – og látið vita í hópunum ykkar og hnippið líka í eldri vini í bata. Það væri mjög gaman að finna samstöðu og stuðning frá eldri vinum í bata. Um að gera að taka með sér gesti. Endilega dreifið fréttabréfinu til þeirra vina í bata sem þið vitið um.

Starfshópurinn.

Aðalfundur Vina í bata verður 5. mars 2023 kl. 16.00

Með Fréttir

Boðað er til aðalfundar Vina í bata 2023 sunnudaginn 5. mars n.k. kl. 16.00 í Kirkju Óháða safnaðarins, Reykjavík

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf:
Skýrsla starfshóps – Reikningar 2022 – Kosning – Önnur mál.Við hvetjum alla áhugasama vini og vinkonur í batanm til að koma á aðalfund og kynnast störfum samtakanna og leggja sitt til málanna. Sérstaklega væri skemmtilegt að heyra hvernig starfið gengur á hinum ýmsu stöðum.

Batamessa verður svo í beinu framhaldi.

Starfshópurinn

 

Ný byrjun – 16 vikna ferðalag í Árbæjarkirkju

Með Fréttir

Tólf spora starfið í Árbæjarkirkju hefst að nýju 11. janúar 2023.

Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst í janúar og lýkur í maí 2023. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.

Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 11. janúar kl. 19:00. Næsti opni fundurinn verður 18. janúar  en á þriðja fundi 25. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)

Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:00-21:00.

Batamessa í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa sunnudaginn 8. janúar 2023

Það verður batamessa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 17.00. Við skulum byrja nýja árið á því að koma í batamessu og hitta aðra vini í bata, byggja okkur upp fyrir starfið á nýja árinu.

Við heyrum vitnisburð þeirra sem hafa reynslu af sporunum og presturinn verður með eitthvað uppbyggilegt til að taka með út í daginn. Njótum þess að iðka 11. sporið saman.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata í Lágafellskirkju upp á hressingu í Safnaðarheimilinu að Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Sjáumst í batamessu!

Það verður batamessa í Grensáskirkju sunnudaginn 6. nóvember kl. 17.00

Með Fréttir

Það verður batamessa í Grensáskirkju í Reykjavík, sunnudaginn 6. nóvember n.k. kl. 17:00. Allir eru velkomnir í batamessu

Sr. María Ágústsdóttir og vinir í bata þjóna í messunni. Við heyrum vitnisburð frá Vini í bata og njótum þess að iðka 11. sporið og eiga samfélag við aðra vini í bata. Upplagt að bjóða einhverjum með í messuna til að kynnast starfinu.