Skip to main content
All Posts By

maggegg

Batamessan í apríl verður í Kirkju Óháða safnaðarins

Með Fréttir

Vinir í bata í Óháða söfnuðinum og sr. Pétur bjóða ykkur til Batamessu í Kirkju Óháða safnaðarins, sunnudaginn 7. apríl n.k. kl. 17.00

( vinsamlegast komið inn um aðal inngang Kirkjunnar, vegna fermingarveislu sem er í safnaðarheimilinu)

Allir eru velkomnir í batamessu – takið endilega með ykkur gesti og við gefum okkur tíma fyrir hressingu og spjall að messu lokinni.

Sjáumst í batamessu!

 

Batamessa marzmánaðar verður í Lindakirkju í Kópavogi

Með Fréttir

Það verða Vinir í bata í Lindakirkju í Kópavogi sem taka á móti okkur í batamessunni fyrsta sunnudag í marz.

Að venju verður messan kl. 17.00 síðdegis sunnudaginn 3. marz n.k.

Allir eru velkomnir í batamessu og um að gera að bjóða með sér gestum.

Batamessurnar eru vettvangur fyrir vini í bata alls staðar að til að koma saman til að iðka 11. sporið, bera saman bækur sínar og bara til að finna að við stöndum ekki ein, við erum mörg á sama ferðalaginu.

Sjáumst í batamessu.

Batamessa febrúarmánaðar verður í Bessastaðakirkju

Með Fréttir

 

Það verður batamessa sunnudaginn 3. febrúar kl. 17.00 í Bessastaðakirkju.

Allir eru velkomnir í batamessu og takið endilega með ykkur gesti.

Við heyrum vitnisburði og fáum ýmislegt gott til að taka með okkur út í daginn.

Ellen Kristjánsdóttir gleður okkur með tónlist.

Vinir í bata í Garðasókn bjóða upp á létta hressingu í safnaðarheimilinu að
Brekkuskógum 1, Álftanesi á eftir.