Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2023

Það verður batamessa í Garðakirkju sunnudaginn 1. okt. kl. 11.00

Með Fréttir

Fyrsta batamessan í haust verður í
Garðakirkju sunnudaginn 1. október 2023 kl. 11.00

Prestur verður sr. Bjarni Karlsson. Við heyrum vitnisburð frá vini í bata. Bjartur Logi, organisti og tónlistarfólk frá Vídalínskirkju verða með tónlistina og svo er boðið upp á hressingu í hlöðunni á Króki á eftir.

Athugið breyttan messutíma.

Það er gott að byrja sporaveturinn með því að mæta í batamessu. Þó að messan sé sniðin fyrir tólf spora fólk – er hún fyrir alla og allir eru velkomnir. Sérstaklega eru „gamlir“ sporavinir boðnir velkomnir.

 

Nýjar byrjanir haustið 2023

Með Fréttir

Nýjar byrjanir í október:

Keflavíkurkirkja: mánudaginn 2. október 2023 kl. 19.30-21.30 – lokar 23. október

Lágafellssókn, Safnaðarheimilinu, Þverholti 3, Mosfellsbæ: miðvikudaginn 4. október 2023 kl.10.30 – lokar 25. október

Garðaprestakall í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi, miðvikudaginn 4. október 2023, kl. 20.00-22,00 – lokar 25. október.

Slóð á kynningarmyndband um sporin

Enn opið:

Grensáskirkja: fimmtudaginn 28. september 2023 – kl. 19.15 – hópunum verður lokað á þessum fundi.

Kirkja Óháða safnaðarins: fimmtudaginn 28. september 2023 – kl. 19.30 – þeir sem mæta núna ætla að vera með í vetur – hópunum verður lokað á fundinum.

Dalvíkurkirkja: mánudaginn 2. október 2023 – kl. 18.30 – lokar 9. október. Þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Hafnarkirkja, Hornafirði: miðvikudaginn 27. september 2023 – kl. 17.00 – lokar 4. október. Þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Selfosskirkja: fimmtudaginn 28. september 2023 – kl. 20.00 – lokar 5. október – þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Landakirkja, Vestmannaeyjum: mánudaginn 2. október 2023 – kl 18.30 – lokar 9. október – þá mæta þau sem ætla að vera með í vetur.

Nú er um að gera að bregðast við og mæta á fund.

Velkomin öll á sporafund.