
Batamessa febrúarmánaðar verður í Garðakirkju n.k. sunnudag 2. febrúar kl. 17.00 á vegum starfsins í Garðaprestakalli.
Það er breyting frá því að venjulega hefur febrúarmessan verið í Bessastaðakirkju, en kirkjan er því miður lokuð vegna viðgerða.
Vinir í bata í Garðaprestakalli bjóða til þessarar messu og sr. Hans Guðberg annast messuna og um tónlistina sjá Ellen Kristjánsdóttir og Ástvaldur Traustason. Það verða vitnisburðir Vina í bata og bara hefðbundin batamessa. Við ætlum að eiga góða stund saman, iðka 11. sporið, njóta þess að hitta aðra Vini í bata og bjóða með okkur gestum.
Að messu lokinni bjóða vinir í bata upp á kaffi og hressingu í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, sem er beint á móti golfvellinum á Álftanesi.
Allir eru velkomnir í batamessu og t.d. upplagt að taka fermingarbörnin með.
Sjáumst!