Gleðilegt nýtt ár 2025!
Við minnum ykkur á að á miðvikudaginn 8. janúar verður ný byrjun á 16 vikna ferð í sporunum. Til að vera með þarf að mæta á tvo fyrstu fundina sem eru auglýstir hér fyrir neðan með tímasetningum. Verið velkomin á sporafund og gangi ykkur vel.
Fyrst má kynna Árbæjarkirkju sem hefur undanfarið verið með 16 vikna ferð. Þau fara af stað aftur núna eftir áramótin eða þ. 8. janúar n.k. kl. 17.30 Sjá nánari upplýsingar með því að smella á slóð kirkjunnar. Fyrstu tveir fundirnir 8. og 15. jan. eru opnir og ekki þarf að skrá sig.
Svo er ánægjulegt að segja frá því að Guðríðarkirkja í Grafarholti er á ný að hefja 12 spora starf og ætla þau að byrja með 16 vikna hraðferð þ. 8. janúar 2025 og verða kl. 20.00-22.00.
Fyrir báðar kirkjur gildir það sama: Fyrstu tveir fundirnir 8. og 15. jan. eru opnir og ekki þarf að skrá sig. En hópunum verður lokað á fundinum 22. jan. og ekki fleirum bætt við, reiknað er með að þau sem þá mæta ætli sér að vera með í starfinu fram á vor. Gott er að mæta á báða opnu fundina.
Batamessan í janúar verður sunnudaginn 12. janúar kl. 17.00
í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.