Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2024

Batamessan í nóvember verður í Grensáskirkju 3. nóv. kl. 17.00

Með Fréttir

Vinir í bata í Grensáskirkju bjóða til batamessu sunnudaginn 3. nóvember n.k. kl. 17.00.

Við heyrum vitnisburði um það hvernig sporin virka í lífi fólks. Presturinn gefur okkur gott veganesti út í daginn og við njótum þess að iðka 11. sporið saman og bjóðum vinum með okkur.

Að lokinni messu fáum við gott kaffi og meðlæti hjá vinum okkar í Grensáskirkju.

Það eru allir velkomnir í batamessu og upplagt að bjóða fermingarbörnunum með til að kynnast öðruvísi messu.

Sjáumst í batamessu
Starfshópurinn