Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2021

Batamessa sunnudaginn 3. október kl. 14.00

Með Fréttir

Fyrsta batamessa haustsins 2021 verður í Garðakirkju á Garðaholti, sunnudaginn 3. október n.k. kl. 14.00
ATH breyttan messutíma.

Við heyrum vitnisburð Vinar í bata

Sr. Sveinbjörn R Einarsson  flytur okkur eitthvað gott til að taka með okkur út í daginn.

Að messu lokinni verður kaffihressing í hlöðunni á Króki á Garðaholti

Komum og njótum þess að hittast og koma okkur í sporagírinn

Bjóðum vinum með okkur sem vilja kynna sér sporin

Sjáumst í batamessu

Starfshópurinn

Vetrarstarfið haust 2021

Með Fréttir

Við erum að fara af stað með Tólf spora starf Vina í bata í mörgum kirkjum og treystum því að geta haldið úti venjulegu starfi.

Á höfuðborgarsvæðinu eru þrjár kirkjur þegar byrjaðar, þ.e. Grensáskirkja, Kirkja Óháða safnaðarins og Lindakirkja í Kópavogi. Það eru ennþá opnir fundir þar og allir velkomnir.

Þið getið fylgst með nýjum byrjunum hér á heimasíðunni undir Kirkjur og fundartímar 

Ef þið vitið um nýtt starf sem er að byrja og ekki er skráð hjá okkur, þá endilega hafið samband á netfangið vinir@viniribata.is