Skip to main content

Nú er venjulegu sporastarfi væntanlega lokið á flestum stöðum. Allir komnir í sumarskap og farnir að vinna í garðinum sínum eða huga að ferðalögum.

Batinn er samt eitthvað sem við þurfum stöðugt að vinna að og finna okkar eigin leið til að halda okkar striki þó að hópastarfið sé ekki í gangi.

Það er auðvitað hægt að lesa tólf spora efni. Svo eru það viðhaldssporin: 10. sporið þar sem við tökum reglulega úttekt.  11. sporið þar sem við leitum eftir nálægð Guðs og hlustum eftir vilja hans. Loks 12. sporið þar sem við segjum öðrum frá því hvað sporin hafa gert í lífi okkar. Það staðfestir bata okkar og minnir okkur á hvernig lífið var, hvað gerðist og hvernig lífið breyttist við það að tileinka okkur sporin.

Hafið það gott í sumrinu og við minnum á að á heimasíðunni verður auglýst þegar nýjar byrjanir fara í gang í haust.