Skip to main content
All Posts By

maggegg

Sumarkveðja

Með Fréttir

Nú er venjulegu sporastarfi væntanlega lokið á flestum stöðum. Allir komnir í sumarskap og farnir að vinna í garðinum sínum eða huga að ferðalögum.

Batinn er samt eitthvað sem við þurfum stöðugt að vinna að og finna okkar eigin leið til að halda okkar striki þó að hópastarfið sé ekki í gangi.

Það er auðvitað hægt að lesa tólf spora efni. Svo eru það viðhaldssporin: 10. sporið þar sem við tökum reglulega úttekt.  11. sporið þar sem við leitum eftir nálægð Guðs og hlustum eftir vilja hans. Loks 12. sporið þar sem við segjum öðrum frá því hvað sporin hafa gert í lífi okkar. Það staðfestir bata okkar og minnir okkur á hvernig lífið var, hvað gerðist og hvernig lífið breyttist við það að tileinka okkur sporin.

Hafið það gott í sumrinu og við minnum á að á heimasíðunni verður auglýst þegar nýjar byrjanir fara í gang í haust.

 

Aðalfundur vina í bata og batamessa 6. mars í Lindakirkju

Með Fréttir

Aðalfundur Vina í bata verður haldinn í Lindakirkju sunnudaginn 6. mars kl. 16.00
Við sem kunnum vel að meta sporastarfið mætum vel á aðalfundinn og tökum þátt í starfinu.

Dagskrá:

  1. Fundur settur – kosinn fundarstjóri og fundarritari
  2. Skýrsla starfshóps
  3. Ársreikningar
  4. Kosning í starfshópinn og skoðunarmenn
  5. Önnur mál

Kl. 17.00 eða í beinu framhaldi verður Batamessa í Lindakirkju

Allir eru velkomnir í batamessu

Batamessa nóvember í Grensáskirkju 7. nóv. kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa í nóvember
Batamessa nóvembermánaðar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 7. nóvember n.k. kl. 17.00. Batamessurnar eru gott tækifæri fyrir okkur til að iðka 11. sporið og til að hitta aðra vini í bata. Þetta er líka kjörið tækifæri til að bjóða fólki með til að kynna fyrir því hvað sporastarfið stendur fyrir. Vinir í bata í Grensáskirkju taka alltaf vel á móti okkur og við hvetjum ykkur til að koma og finna hvað þetta eru góðar stundir.

Enn er opið á þessum stöðum:

Í Selfosskirkju
er enn opið. Starfið er á mánudögum kl. 18.00.
Síðasti opni fundurinn er mánudaginn 1. nóvember.

Í Safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3, Mosfellsbæ er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 19.30
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Í Safnaðarheimili Bessastaðakirkju, Brekkuskógum 1, Álftanesi, er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 20.00
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.

Batamessa sunnudaginn 3. október kl. 14.00

Með Fréttir

Fyrsta batamessa haustsins 2021 verður í Garðakirkju á Garðaholti, sunnudaginn 3. október n.k. kl. 14.00
ATH breyttan messutíma.

Við heyrum vitnisburð Vinar í bata

Sr. Sveinbjörn R Einarsson  flytur okkur eitthvað gott til að taka með okkur út í daginn.

Að messu lokinni verður kaffihressing í hlöðunni á Króki á Garðaholti

Komum og njótum þess að hittast og koma okkur í sporagírinn

Bjóðum vinum með okkur sem vilja kynna sér sporin

Sjáumst í batamessu

Starfshópurinn

Batamessan í apríl verður í Kirkju Óháða safnaðarins

Með Fréttir

Vinir í bata í Óháða söfnuðinum og sr. Pétur bjóða ykkur til Batamessu í Kirkju Óháða safnaðarins, sunnudaginn 7. apríl n.k. kl. 17.00

( vinsamlegast komið inn um aðal inngang Kirkjunnar, vegna fermingarveislu sem er í safnaðarheimilinu)

Allir eru velkomnir í batamessu – takið endilega með ykkur gesti og við gefum okkur tíma fyrir hressingu og spjall að messu lokinni.

Sjáumst í batamessu!

 

Batamessa marzmánaðar verður í Lindakirkju í Kópavogi

Með Fréttir

Það verða Vinir í bata í Lindakirkju í Kópavogi sem taka á móti okkur í batamessunni fyrsta sunnudag í marz.

Að venju verður messan kl. 17.00 síðdegis sunnudaginn 3. marz n.k.

Allir eru velkomnir í batamessu og um að gera að bjóða með sér gestum.

Batamessurnar eru vettvangur fyrir vini í bata alls staðar að til að koma saman til að iðka 11. sporið, bera saman bækur sínar og bara til að finna að við stöndum ekki ein, við erum mörg á sama ferðalaginu.

Sjáumst í batamessu.

Batamessa febrúarmánaðar verður í Bessastaðakirkju

Með Fréttir

 

Það verður batamessa sunnudaginn 3. febrúar kl. 17.00 í Bessastaðakirkju.

Allir eru velkomnir í batamessu og takið endilega með ykkur gesti.

Við heyrum vitnisburði og fáum ýmislegt gott til að taka með okkur út í daginn.

Ellen Kristjánsdóttir gleður okkur með tónlist.

Vinir í bata í Garðasókn bjóða upp á létta hressingu í safnaðarheimilinu að
Brekkuskógum 1, Álftanesi á eftir.