Skip to main content

Batamessa í Keflavíkurkirkju 28. apríl 2024, kl. 20.00

Með apríl 21, 2024Fréttir

Vinir í bata í Keflavík bjóða til batamessu 28. apríl n.k. kl. 20.00. Vegna ferminga og páska var engin batamessa í byrjun apríl, en nýr sporahópur í Keflavík ákvað að hafa batamessu í vorinu og það verður kvöldmessa hjá þeim sunnudaginn 28. apríl n.k. Batamessurnar hafa verið vel sóttar og eru góðar og gefandi stundir þar sem við eigum samfélag í kirkjunni okkar, iðkum 11. sporið og hittum aðra vini í bata og heyrum reynslusögur. Öll eru velkomin í batamessu – takið með ykkur gesti.

Við skulum sýna þessum nýja sporahópi stuðning, fjölmenna til þeirra og samgleðjast.