Skip to main content

Batamessa og aðalfundur í Árbæjarkirkju 10. mars 2024 – kl. 17.00

Með febrúar 25, 2024Fréttir

Vinir í bata í Árbæjarkirkju bjóða til batamessu annan sunnudaginn í mars eða 10. mars n.k. kl. 17.00.
Batamessurnar hafa verið vel sóttar og eru góðar og gefandi stundir þar sem við eigum samfélag í kirkjunni okkar,
iðkum 11. sporið og hittum aðra vini í bata og heyrum reynslusögur.
Allir eru velkomnir í batamessu

Að lokinni batamessu verður boðið upp á kaffi og hressingu og þá ætlum við að halda aðalfund samtakanna okkar.
Sitjið endilega áfram og taið þátt í aðalfundi og hafið áhrif.
Það eru laus sæti í starfshópnum og um að gera fyrir áhugasama Vini í bata að bjóða sig fram.

Aðalfundur – Dagskrá:

1. Ársskýrsla starfshóps Vina í bata
2. Ársreikningur samtakanna lagður fram til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál