Skip to main content

Batamessa í Bessastaðakirkju 4. febrúar 2024 – kl. 17.00

Með janúar 31, 2024Fréttir

Batamessa febrúarmánaðar verður í Bessastaðakirkju, sunnudaginn 4. febrúar n.k. kl. 17.00. Það var hlý og góð batamessa í Lágafellskirkju í janúar, og núna er það hópurinn á Álftanesi sem býður okkur til messu.

Við heyrum vitnisburði tólf spora fólks, sr. Hans Guðberg hefur eitthvað gott að segja okkur, Ellen Kristjánsdóttir og Ástvaldur Traustason leiða tónlistina.

Svo bjóða vinir í bata í kaffi á eftir í safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1 á Álftanesi.

Allir eru velkomnir í batamessu og upplagt að bjóða með sér gestum.