
Batamessa marsmánaðar verður sunnudaginn 2. mars kl. 17.00
í Kirkju Óháða safnaðarins
þar sem vinir í bata í Óháða söfnuðinum bjóða okkur til messu.og að vanda verða þau með gott kaffi og/eða hressingu eftir messuna. Þegar við höfum öll fengið okkur kaffi og komið okkur vel fyrir með kaffibollann okkar verður haldinn:
AÐALFUNDUR – Dagskrá:
1. Skýrsla starfshóps
2. Reikningar ársins 2024
3. Kosningar
4. Önnur mál
Vinir í bata geta gefið kost á sér til að vera fulltrúi í starfshópnum og þá verður kosið.
Vinur í bata er sá sem hefur farið eina eða fleiri umferðir og lokið þeim í bókinni: Tólf sporin – Andlegt ferðalag.
Ef ykkur langar að leggja hönd á plóg og láta um ykkur muna, þá endilega komið á aðalfundinn og bjóðið ykkur fram.
Það er gott að hittast í batamessu. Njóta friðar og hvíldar á stundinni, heyra góða vitnisburði, fræðslu prestsins og iðka 11. sporið með öðrum vinum í bata. Tökum daginn frá og gefum okkur þessa stund saman.
Nýlegar athugasemdir