Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Batamessa og aðalfundur sunnudaginn 2. mars í Kirkju Óháða safnaðarins

Með Fréttir

Batamessa marsmánaðar verður sunnudaginn 2. mars kl. 17.00
í Kirkju Óháða safnaðarins

þar sem vinir í bata í Óháða söfnuðinum bjóða okkur til messu.og að vanda verða þau með gott kaffi og/eða hressingu eftir messuna. Þegar við höfum öll fengið okkur kaffi og komið okkur vel fyrir með kaffibollann okkar verður haldinn:

AÐALFUNDUR – Dagskrá:

1. Skýrsla starfshóps
2. Reikningar ársins 2024
3. Kosningar
4. Önnur mál

Vinir í bata geta gefið kost á sér til að vera fulltrúi í starfshópnum og þá verður kosið.
Vinur í bata er sá sem hefur farið eina eða fleiri umferðir og lokið þeim í bókinni: Tólf sporin – Andlegt ferðalag.

Ef ykkur langar að leggja hönd á plóg og láta um ykkur muna, þá endilega komið á aðalfundinn og  bjóðið ykkur fram.

Það er gott að hittast í batamessu. Njóta friðar og hvíldar á stundinni, heyra góða vitnisburði, fræðslu prestsins og iðka 11. sporið með öðrum vinum í bata. Tökum daginn frá og gefum okkur þessa stund saman.

Batamessan í febrúar verður í Garðakirkju 2. feb. 2025 kl. 17.00

Með Fréttir

Batamessa febrúarmánaðar verður í Garðakirkju n.k. sunnudag 2. febrúar kl. 17.00 á vegum starfsins í Garðaprestakalli.

Það er breyting frá því að venjulega hefur febrúarmessan verið í Bessastaðakirkju, en kirkjan er því miður lokuð vegna viðgerða.

Vinir í bata í Garðaprestakalli bjóða til þessarar messu og sr. Hans Guðberg annast messuna og um tónlistina sjá Ellen Kristjánsdóttir og Ástvaldur Traustason. Það verða vitnisburðir Vina í bata og bara hefðbundin batamessa. Við ætlum að eiga góða stund saman, iðka 11. sporið, njóta þess að hitta aðra Vini í bata og bjóða með okkur gestum.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata upp á kaffi og hressingu í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, sem er beint á móti golfvellinum á Álftanesi.

Allir eru velkomnir í batamessu og t.d. upplagt að taka fermingarbörnin með.

Sjáumst!

 

Nýjar byrjanir í janúar 2025 og batamessan

Með Fréttir

Gleðilegt nýtt ár 2025!

Við minnum ykkur á að á miðvikudaginn 8. janúar verður ný byrjun á 16 vikna ferð í sporunum. Til að vera með þarf að mæta á tvo fyrstu fundina sem eru auglýstir hér fyrir neðan með tímasetningum. Verið velkomin á sporafund og gangi ykkur vel.

Fyrst má kynna Árbæjarkirkju sem hefur undanfarið verið með 16 vikna ferð. Þau fara af stað aftur núna eftir áramótin eða þ. 8. janúar n.k. kl. 17.30 Sjá nánari upplýsingar með því að smella á slóð kirkjunnar. Fyrstu tveir fundirnir 8. og 15. jan. eru opnir og ekki þarf að skrá sig.

Svo er ánægjulegt að segja frá því að Guðríðarkirkja í Grafarholti er á ný að hefja 12 spora starf og ætla þau að byrja með 16 vikna hraðferð þ. 8. janúar 2025 og verða kl. 20.00-22.00.

Fyrir báðar kirkjur gildir það sama:  Fyrstu tveir fundirnir 8. og 15. jan. eru opnir og ekki þarf að skrá sig. En hópunum verður lokað á fundinum 22. jan. og ekki fleirum bætt við, reiknað er með að þau sem þá mæta ætli sér að vera með í starfinu fram á vor. Gott er að mæta á báða opnu fundina.

Batamessan í janúar verður sunnudaginn 12. janúar kl. 17.00
í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.

Batamessan í nóvember verður í Grensáskirkju 3. nóv. kl. 17.00

Með Fréttir

Vinir í bata í Grensáskirkju bjóða til batamessu sunnudaginn 3. nóvember n.k. kl. 17.00.

Við heyrum vitnisburði um það hvernig sporin virka í lífi fólks. Presturinn gefur okkur gott veganesti út í daginn og við njótum þess að iðka 11. sporið saman og bjóðum vinum með okkur.

Að lokinni messu fáum við gott kaffi og meðlæti hjá vinum okkar í Grensáskirkju.

Það eru allir velkomnir í batamessu og upplagt að bjóða fermingarbörnunum með til að kynnast öðruvísi messu.

Sjáumst í batamessu
Starfshópurinn

Fyrsta batamessa haustsins 2024 í Garðakirkju sunnudaginn 6. október kl. 11.00

Með Fréttir

Batamessa

Fyrsta batamessa haustsins á höfuðborgarsvæðinu verður í Garðakirkju á Garðaholti
næstkomandi sunnudag 6. október kl. 11.00 árdegis (athugið breyttan tíma)

Njótum þess að hittast og iðka 11. sporið saman.
Heyrum vini í bata segja frá reynslu sinni af 12 spora starfinu.

Að messu lokinni verður boðið upp á hressingu í hlöðunni að Króki

Auðvitað eru allir velkomnir í batamessu
Upplagt að bjóða með sér gestum til að kynna sporastarfið.

Starfshópur Vina í bata

Tólf spora byrjanir í október og enn opið á sumum stöðum.

Með Fréttir

Sæl öll,

Það er með mikilli ánægju sem við getum sagt frá því að ákveðið hefur verið að byrja á ný með Tólf spora starf í Glerárkirkju á Akureyri

Við höfum fengið margar fyrirspurnir frá Akureyri um hvort ekki verði þar tólf spora starf.  Nú hefur Glerárkirkja tilkynnt nýja byrjun miðvikudaginn 2. október n.k. kl. 17:30-19.30. Allir eru velkomnir á fyrstu opnu fundina og ekki þarf að skrá sig. Það er mikilvægt að mæta á opnu fundina til að kynnast starfinu og vita hvort það hentar. Á fjórða fundi þ. 23. október n.k. verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta verði með í vetur.  Eftir það fer vinnan fram í lokuðum hópum þar sem er trúnaður og nafnleynd.

Næstkomandi fimmtudag 26. sept. eru síðustu opnu fundirnir í Grensáskirkju og Kirkju Óháða safnaðarins. Sjá upplýsingar 

Í október hefst starfið í:
Garðaprestakalli í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi, 2. október kl. 20.00
Í Mosfellsbæ í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ, 2. október kl. 19.30

Enn er líka opið í:
Keflavíkurkirkju – síðasti opni fundurinn verður 7. okt. kl. 19.30
Selfosskirkju – síðasti opni fundurinn verður 1. okt. kl. 17.30
Hafnarkirkja á Höfn – síðasti opni fundurinn verður 2. okt. kl. 17.00
Landakirkja í Vestmannaeyjum. – fyrsti fundurinn var mánud. 23. sept. kl. 18.30 – enn opið.

Gefum okkur tíma og tækifæri til að bæta líf okkar og sjáumst á sporafundi
Vinir í bata

Tólf spora starfið er að byrja – skoðið núna!

Með Fréttir

Sælt veri fólkið.

Haustið er að bresta á eftir sumar sem lét lítið sjá sig.
Er þá ekki gott að mæta á sporafund og geta tjáð sig við vini sína í batanum.

Við bendum á upplýsingar hér  um nýjar byrjanir
en vekjum sérstaka athygli á því að hér er þetta allt að byrja
Grensáskirkja: fyrsti fundur: fimmtud.5. sept kl. 19.15
Kirkja Óháða safn.: fyrsti fundur. fimmtud. 5. sept.kl.19.30
Keflavíkurkirkja: fyrsti fundur, mánudaginn 16. sept. kl. 19.30
Selfosskirkja: fyrsti fundur þriðjud. 10. sept.kl. 17.30
Hafnarkirkja á Höfn: fyrsti fundur miðvikud.11. sept. kl.17.00.
Landakirkja í Vestmanneyjum: fyrsti fundur mánud. 23. sept. kl.18.30.
Framhaldsfundir byrja 9. sept kl. 20.00

Það eru allir karlar og allar konur velkomin á sporafund.
Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina og vita hvort þetta er eitthvað fyrir þig.
Á fjórða fundi er svo tekin ákvörðun um framhald.

Sjáumst á sporafundi
Vinir í bata.

Fræðslusamvera fyrir leiðbeinendur og verðandi leiðbeinendur í sept.

Með Fréttir

6.-7. sept. n.k. Frá föstudegi kl.17.30 til laugardags kl. 16.00,  verður boðið upp á fræðslu fyrir þau sem kynnu að hafa áhuga á því að byrja með tólf spora starf næsta vetur og fyrir þau sem nú þegar eru að halda utan um tólf spora starf í sinni kirkju. Fræðslan verður haldin í Ölveri, húsakynnum KFUM og KFUK sem við höfum tekið á leigu þennan sólarhring. Við höfum fengið styrk fyrir húsnæðiskostnaði en þurfum að fara fram á væga greiðslu kr. 4.000 fyrir fæðiskostnaði. Dagskrá ásamt nánari upplýsingum verður send út þegar nær dregur til þeirra sem skrá sig.

Það er gott fyrir þau sem eru ný að heyra um reynslu þeirra sem til þekkja og fá upplýsingar um hvað þarf til og hvernig verklagið er í sporunum. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga. Hér fyrir neðan eru nöfn þriggja fulltrúa starfshóps Vina í bata. Það má hafa samband við hvert okkar sem er til að fá upplýsingar og skrá þátttakendur.

Þessar samverur að hausti hafa reynst okkur gott veganesti inn í vetrarstarfið, við höfðum svona fræðsludag sl. haust sem skilaði nýjum hópum á nýjum stöðum og við hvetjum ykkur til að skoða þetta vel – við setjum þessa auglýsingu inn nú með góðum fyrirvara og hún hefur líka borist ykkur í fréttabréfum.

Skráið ykkur á póstlistann fyrir fréttabréfin.
Með kærri kveðju,

Margrét E.                                       María S.                                            Sólrún Ó.
Gsm 692 0532                                Gsm 858 6503                                Gsm 895 3320
maggegg@simnet.is                      tjarnarstigur@hotmail.com         solong@simnet.is

Kirkjudagar í Lindakirkju, Kópavogi, 25. ágúst til 1. september

Með Fréttir

Við vekjum athygli ykkar á Kirkjudögum sem verða í Lindakirkju í Kópavogi í lok ágúst.

Það er mjög fjölbreytt dagskrá og á föstudegi og laugardegi verður opið kaffihús i safnaðarheimili kirkjunnar þar sem verða kynningarbásar frá yfir 20 aðilum sem kynna starfsemi sína innan kirkjunnar og Vinir í bata verða þar með bás.

Hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrána, koma og líta við hjá okkur á básinn og bjóða einhverjum með.

Sjá dagskrána hér:  Kirkjudagar í Lindakirkju.