Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2024

Fyrsta batamessa haustsins 2024 í Garðakirkju sunnudaginn 6. október kl. 11.00

Með Fréttir

Batamessa

Fyrsta batamessa haustsins á höfuðborgarsvæðinu verður í Garðakirkju á Garðaholti
næstkomandi sunnudag 6. október kl. 11.00 árdegis (athugið breyttan tíma)

Njótum þess að hittast og iðka 11. sporið saman.
Heyrum vini í bata segja frá reynslu sinni af 12 spora starfinu.

Að messu lokinni verður boðið upp á hressingu í hlöðunni að Króki

Auðvitað eru allir velkomnir í batamessu
Upplagt að bjóða með sér gestum til að kynna sporastarfið.

Starfshópur Vina í bata

Tólf spora byrjanir í október og enn opið á sumum stöðum.

Með Fréttir

Sæl öll,

Það er með mikilli ánægju sem við getum sagt frá því að ákveðið hefur verið að byrja á ný með Tólf spora starf í Glerárkirkju á Akureyri

Við höfum fengið margar fyrirspurnir frá Akureyri um hvort ekki verði þar tólf spora starf.  Nú hefur Glerárkirkja tilkynnt nýja byrjun miðvikudaginn 2. október n.k. kl. 17:30-19.30. Allir eru velkomnir á fyrstu opnu fundina og ekki þarf að skrá sig. Það er mikilvægt að mæta á opnu fundina til að kynnast starfinu og vita hvort það hentar. Á fjórða fundi þ. 23. október n.k. verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta verði með í vetur.  Eftir það fer vinnan fram í lokuðum hópum þar sem er trúnaður og nafnleynd.

Næstkomandi fimmtudag 26. sept. eru síðustu opnu fundirnir í Grensáskirkju og Kirkju Óháða safnaðarins. Sjá upplýsingar 

Í október hefst starfið í:
Garðaprestakalli í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi, 2. október kl. 20.00
Í Mosfellsbæ í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ, 2. október kl. 19.30

Enn er líka opið í:
Keflavíkurkirkju – síðasti opni fundurinn verður 7. okt. kl. 19.30
Selfosskirkju – síðasti opni fundurinn verður 1. okt. kl. 17.30
Hafnarkirkja á Höfn – síðasti opni fundurinn verður 2. okt. kl. 17.00
Landakirkja í Vestmannaeyjum. – fyrsti fundurinn var mánud. 23. sept. kl. 18.30 – enn opið.

Gefum okkur tíma og tækifæri til að bæta líf okkar og sjáumst á sporafundi
Vinir í bata

Tólf spora starfið er að byrja – skoðið núna!

Með Fréttir

Sælt veri fólkið.

Haustið er að bresta á eftir sumar sem lét lítið sjá sig.
Er þá ekki gott að mæta á sporafund og geta tjáð sig við vini sína í batanum.

Við bendum á upplýsingar hér  um nýjar byrjanir
en vekjum sérstaka athygli á því að hér er þetta allt að byrja
Grensáskirkja: fyrsti fundur: fimmtud.5. sept kl. 19.15
Kirkja Óháða safn.: fyrsti fundur. fimmtud. 5. sept.kl.19.30
Keflavíkurkirkja: fyrsti fundur, mánudaginn 16. sept. kl. 19.30
Selfosskirkja: fyrsti fundur þriðjud. 10. sept.kl. 17.30
Hafnarkirkja á Höfn: fyrsti fundur miðvikud.11. sept. kl.17.00.
Landakirkja í Vestmanneyjum: fyrsti fundur mánud. 23. sept. kl.18.30.
Framhaldsfundir byrja 9. sept kl. 20.00

Það eru allir karlar og allar konur velkomin á sporafund.
Ekki þarf að skrá sig – bara mæta á opnu fundina og vita hvort þetta er eitthvað fyrir þig.
Á fjórða fundi er svo tekin ákvörðun um framhald.

Sjáumst á sporafundi
Vinir í bata.