Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2018

Sporastarfið í fullum gangi í kirkjunum – Ný byrjun í janúar

Með Fréttir

Það verður ný byrjun í Árbæjarkirkju í janúar 2019. Boðið verður upp á tólf spora starf mánuðina janúar til maí 2019 á miðvikudögum kl. 19.00-21.00. Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 9. janúar, næsti opni fundurinn er 16. janúar og á fundinum 23. janúar verður hópnum lokað. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

Margir segja að það besta sem þeir hafi nokkurn tíman gert fyrir sjálfa sig er að taka þátt í tólf spora starfinu af heilum hug.
Á uppskeruhátíðinni í vor var flutt ljóð sem fjallar um 12 sporin og er svo skemmtilegt að við deilum því hér með ykkur:
mitt_andlega_ferdalag_-_ljod.pdf

Það gleður ykkur örugglega að heyra að nú hefur bókin Bænir fyrir Tólf sporin verið endurprentuð og fæst hjá Kirkjuhúsinu. Margir hafa saknað hennar og geta nú keypt sér eintak og svo er hún líka upplögð í jólapakkann.

Ný og endurbætt vinnubók Tólf sporin – Andlegt ferðalag er tilbúin til afgreiðslu hjá  Skálholtsútgáfunni/Kirkjuhúsinu.
Þangað er hægt að senda inn pantanir.  Það eru talsverðar breytingar frá fyrri útgáfum, m.a. breyting á ritningargreinum, á textanum og tilfærsla á texta innan sporakaflanna. Það er ekki eins auðvelt að nota ólíkar útgáfur samhliða og verið hefur og ágætt að endurnýja. Bókin kostar kr. 3.500.

Hljóðbók:  Nýja bókin er nú komin á hljóðbók á heimasíðunni www.hlusta.is.

Hægt er að skrá sig á póstlistann hér á síðunni til að fylgjast með þeim viðburðum sem eru og verða í gangi.

Hvað er vinir í bata?

Með Fréttir

Vinir í bata er hópur fólks (karla og kvenna), sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl.

Við höfum verið á okkar Andlega ferðalagi með öðru fólki og hvert með öðru og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn. Við höfum fundið að vinna okkar í Tólf sporunum hefur leitt lækningu og bata inn í líf okkar og verið okkur andleg vakning. Þess vegna langar okkur til þess að þú fáir líka að reyna bata og eitthvað nýtt og gott inn í þitt líf og þínar aðstæður.

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu og að þú ráðir ekki alltaf við aðstæður?
Hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér að þig langaði til og/eða þú þyrftir á því að halda að skoða lífið þitt – hvert þú stefnir – hverjar tilfinningar þínar eru og hvernig þú getur bætt samskipti þín við annað fólk?
Veistu að Tólf sporin eru kjörið verkfæri til þess arna. Við erum mörg sem getum vitnað um það af eigin reynslu. Okkur hafa borist nýjar reynslusögur.

Batamessan í janúar 2019

Með Fréttir

Batamessan í janúar verður í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 17.00 þann 13. janúar.  Allir eru velkomnir í batamessu. Það er gott að byrja nýja árið með því að hitta aðra vini í bata í Batamessu.

Batamessurnar eru upprunnar hér á Íslandi.
Í batamessu sameina prestur og Vinir í bata krafta sína í viðkomandi kirkju og bjóða öðrum Vinum í bata til sín í messu, sem  við köllum batamessu. Batamessurnar eru leið til að styðja við batann, vettvangur fyrir Vini í bata til að koma saman, hvort sem þeir eru búnir að fara sporin eða eru að vinna sporin, ekki síður en að átta sig á þvi að það er fólk víðar heldur en í þeirra kirkju/stað að kljást við sama verkefni.

Batamessur eru þarfur og mikilvægur liður í starfi Vina í bata og markmið þeirra er að styðja/ styrkja 12 spora iðkandann í því að viðhalda batanum. Allir geta komið og átt notalega og uppbyggilega stund í batamessu. Eftir messuna er boðið upp á létta hressingu, þar sem Vinir í bata geta sest niður og spjallað saman.

Samtals eru um átta batamessur haldnar yfir veturinn í mismunandi kirkjum á höfuðborgarsvæðinu.

Batamessurnar eru haldnar fyrsta sunnudag í mánuði klukkan 17.00.
Sjá má nánari stað og stund í viðburðadagatali Vina í bata hér til hliðar á síðunni.
Sjá ennfremur frétt um batamessurnar þar sem staðir og dagsetningar koma fram.