Skip to main content

Nýjar byrjanir í Árbæjarkirkju og Hjallakirkju í Kópavogi eftir áramót.

Með desember 29, 2023Fréttir

Árbæjarkirkja

Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst 10. janúar 2024 og lýkur í maí 2024. Fyrst eru tveir kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa opnu fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram.
Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl.19:00. Næsti opni fundurinn verður 17. janúar en á þriðja fundi 24. janúar verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á báða opnu fundina)
Fundartími: Miðvikudagar kl. 19:00-21:00.

Digranes- og Hjallaprestakall.

Það verður ný sporabyrjun í Hjallakirkju í Kópavogi eftir áramótin. Farin verður 16 vikna ferð (hraðferð) í 12 sporunum og verður fyrsti opni fundurinn Miðvikudaginn 10. janúar kl. 19.00. Það eru aðeins tveir opnir fundir í hraðferð og það verður líka opið 17. janúar. Það þarf að mæta á opnu fundina til að vera með, ekki þarf að skrá sig, bara mæta.
Verið velkomin á sporafund.

Fundartími:  Miðvikudagar kl. 19.00-21.00