Laugardaginn 2.september n.k. verður fræðsludagur á vegum Vina í bata fyrir þau sem hafa hug á að vera leiðbeinendur í Tólf spora starfinu í kirkjunni. Tólf sporin – Andlegt ferðalag.
Þátttaka í fræðsludeginum er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning í síðasta lagi fyrir 31. ágúst hjá: maggegg@simnet.is eða solong@simnet.is
Hvar: Starfið verður í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar að Brekkuskógum 1, Álftanesi.
Takið bókina með. Verðum með bækur til sölu á staðnum á kr. 3500 – enginn posi.
Hvenær: Laugardaginn 2. september 2023 við opnum húsið kl. 09.30 ef einhver vill ná sér í
kaffibolla, fræðslan hefst kl. 10.00 og ljúkum dagskrá í síðasta lagi kl. 16.00.
Dagskráin: Fyrir hádegið verður fræðsla um hvernig staðið er að nýrri byrjun, farið yfir fyrstu
fjóra fundina, hlutverk leiðbeinandans og farið yfir helstu viðmið í sporastarfinu.
Við fáum hádegisverð á veitingahúsinu í Fisherman‘s Village á Álftanesi.
Dagskráin hefst aftur kl. 14.00 og þá munu eldri leiðbeinendur segja frá sinni reynslu
af því að leiða hópastarf – hvað kom á óvart – hvað hefur gefist vel – hverjar eru
áskoranir leiðbeinandans?
Kl. 15.00 er svo kaffi og kveðjustund og er stefnt að því að ljúka ekki síðar en kl. 16.00
Bjóðum velkomin þau sem langar að vera virk í sporastarfinu og taka þátt í að leiða hóp. Það er líka gott fyrir okkur sem höfum verið leiðbeinendur að rifja upp og hittast, undirbúa okkur fyrir vetrarstarfið og hvetja hvert annað.
Starfshópur Vina í bata