Pˇstlisti
Skrß­u netfangi­ ■itt og fß­u tilkynningar sendar Ý t÷lvupˇsti
Nafn
Afskrß

Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu     
Hér er listi yfir þær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem hafa boðið upp á Tólf spora starf veturinn 2017-2018. Nýjar byrjanir hafa verið settar inn þar sem upplýsingar hafa borist.

Háteigskirkja
Fundartímar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30. Það hefur verið ákveðið að hafa nýja byrjun nú strax eftir áramótin.  Fyrsti fundur og kynningarfundurinn verður: þriðjudaginn 9. janúar kl. 19.30 og opinn fundur verður þriðjudaginn 16. janúar kl. 19.30.  Allir velkomnir til að kynna sér sporin

Laugarneskirkja 
Ekki verður formlegt 12 spora starf í Laugarneskirkju í vetur. Í staðinn verður boðið upp á hliðstætt mannræktarstarf, öllum opið á sama tíma - á þriðjudögum kl. 19.30. Í fyrsta sinn þriðjudaginn 19. september 2017.
Sjá www.laugarneskirkja.is

Grensáskirkja 
Fundartímar eru á fimmtudagskvöldum kl. 19:15-21:15. Fyrsti opni fundurinn og kynningarfundurinn verður fimmtudaginn 7. sept. 2017 kl. 19.15. Næstu tvo fimmtudaga 14. og 21. sept. verða líka opnir fundir en haldið áfram með efnið. Á fundinum 28. september verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli að vera með í vetur.
Hversdagsmessurnar í Grensáskirkju hafa verið vinsælar samverustundir en þær eru á sömu dögum og sporastarfið og byrja aftur 21. sept. og eru alltaf kl.18.00 á fimmtudögum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og hefur sporafólki þótt gott að byrja fimmtudagskvöldin með því að taka þátt í hversdagsmessu.


Kirkja Óháða safnaðarins
Fundartímar á fimmtudagskvöldum kl. 19.30-21.30. Kynningarfundurinn í Kirkju Óháða safnaðarins er fimmtudaginn 7. sept 2017. Opnir fundir verða 14. og 21. sept. Á fundinum 28. september verður hópunum lokað. Þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Lindakirkja í Kópavogi. Fundir eru á mánudögum kl. 20.00-22.00
Tólf spora starf verður í Lindakirkju í Kópavogi í vetur. Kynningarfundurinn og fyrsti opni fundurinn verður m
ánudagskvöldið 18. september 2017 kl. 20.00. Fundirnir 25. sept. og 2. okt. verða líka opnir en á fundinum 9. október verður hópunum lokað. Þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Garðasókn, þ.e. Vídalíns- og Bessastaðakirkju.  Fundir eru á miðvikudagskvöldum kl. 20.00-22.00. Fyrsti kynningarfundur haustið 2017 verður miðvikudaginn 27. september 2017 kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi. Fundirnir 4. og 11. okt. verða líka opnir en hópunum verður lokað á fundinum 18. október. Þau sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.

Lágafellssókn Mosfellsbær  
Fundir eru á miðvikudögum kl. 18.30  í Safnaðarheimili 
Lágafellssóknar að Þverholti 3 Mosfellsbæ. Kynningarfundurinn og fyrsti opni fundurinn verður 4. október 2017 kl. 18.30. Opnir fundir verða þ.11. okt. og 18. okt. Þann 25. október verður hópunum lokað og gert er ráð fyrir að þau sem þá mæta, ætli sér að vera með í starfinu í vetur.

Guðríðarkirkja Grafarholti
Tólf spora starf verður í Guðríðarkirkju á miðvikudögum kl. 19.00-21.00 í vetur.
Kynningarfundur verður miðvikudaginn 20. september 2017 kl. 19.00
- allir velkomnir. Annar opinn fundur verður svo 27. sept., en hópunum verður síðan lokað á fundinum 4. október. Þeir sem þá mæta hafa tekið ákvörðun um að vera með í vetur.


mßnudagur 16 j˙lÝ 07 2018
Vi­bur­ir
J˙lÝ - 2018
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 1 2 3 4
<
>
Nřjustu frÚttir
Batamessur veturinn...
Við erum byrjuð að raða batamessunum niður á kirkjurnar eins og...
Biskup vitnar Ý...
Það er skemmtilegt að segja frá því að biskup Íslands,...