Vorhátíð 2024
Miðvikudagskvöldið 8. maí 2024, kl. 20.00:
Flest höfum við lokið við Andlega ferðalagið okkar í 12 sporunum þetta vorið. Mörg finnum við vel fyrir þeim bata sem hefur orðið í vetur. Langar okkur ekki til að fagna með þeim sem vita hvað við erum að tala um?
Við fáum okkur kvöldbíltúr í fallega vorinu og skreppum á Selfoss þetta miðvikudagskvöld. Flestir eiga frí daginn eftir, á uppstigningardag. Á vorhátíðinni heyrum við vitnisburði og njótum tónlistar. Gefum okkur svo tíma fyrir kaffi og spjall á eftir. Það er svo gott að hitta aðra vini í bata og eiga samtal frá hjarta til hjarta – ekkert yfirboðshjal.
Þá erum við líka í 10.,11. og 12. sporinu.