Skip to main content

Uppskeruhátíð 2020

Með maí 25, 2020Fréttir

 

Kæru vinir í bata nær og fjær,
Nú ætlum við að snúa vörn í sókn og hittast hress á uppskeruhátið Vina í bata. Við ætlum að fagna batanum og öllu því góða sem við höfum samt sem áður fengið út úr sporavinnunni. Við ætlum líka að brydda upp á nýjungum. Það verður komið leyfi fyrir 200 manns á þessum tíma svo við erum í góðum málum. Verum dugleg að hnippa í þá sem við höfum verið að vinna sporin með í vetur og gleðjumst saman  en það eru allir velkomnir.

Staður: Í ár verður uppskeruhátíðin utan húss – nóg pláss. Hún verður haldin á Álftanesi að Bjarnastöðum sem er stórt hús í eigu sveitarfélagsins (sjá leiðarlýsingu). Þar er nóg pláss úti og ágætt pláss inni. Við erum búin að panta gott veður – annars færum við okkur inn í húsið.

Stund: föstudagurinn 5. Júní 2020 kl. 18.00 – 19.30

Dagskrá: Helgistund – tónlist – vitnisburðir – leikir og aðrar uppákomur – í lokin verður boðið upp á létta máltíð. Samskot renna til reksturs heimasíðu samtakanna. Við hvetjum alla til að skrá sig á facebookviðburðinn eða senda okkur línu á vinir@viniribata.is –  svo hægt sé að áætla hve mikið af mat mun þurfa.

Leiðarlýsing: Keyrt er eftir Álftanesvegi þar til komið er að hringtorgi með Bessastaði á hægri hönd, farið út úr því á þriðju beygju til hægri. Keyrt sem leið liggur eftir Suðurnesvegi, þar til komið er að 4 götu á vinstri hönd þá er keyrt inn Bakkaveg og blasa þá Bjarnastaðir við sem hvítt tvílyft hús með rauðu þaki og er þar stór grasflöt sem er römmuð inn af stórum öspum. Hægt er að leggja bílum á bílaplaninu við húsið.