Skip to main content

Fræðsludagur fyrir leiðbeinendur, 6. september n.k.

Með júlí 8, 2025Fréttir

Laugardaginn 6. sept. n.k. frá kl. 10.00 árdegis til kl. 16.00, verður boðið upp á fræðslu fyrir þau sem kynnu að hafa áhuga á því að byrja með tólf spora starf næsta vetur og fyrir þau sem nú þegar eru að halda utan um tólf spora starf í sinni kirkju og langar aðeins að undirbúa sig og hitta aðra í sömu stöðu.

Fræðslan verður haldin í Safnaðarheimili Bessastaðakirkju, sem er að Brekkuskógum 1, Álftanesi. Kostnaði verður haldið í algjörum lágmarki, e.t.v. smávegis matarkostnaður.
Dagskrá ásamt nánari upplýsingum verður send út þegar nær dregur til þeirra sem skrá sig.

Það er gott fyrir þau sem eru ný að heyra um reynslu þeirra sem til þekkja og fá upplýsingar um hvað þarf til og hvernig verklagið er í sporunum. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga. Hér fyrir neðan eru nöfn þriggja fulltrúa starfshóps Vina í bata. Það má hafa samband við hvert okkar sem er til að fá upplýsingar og skrá þátttakendur.

Þessar samverur að hausti hafa reynst okkur gott veganesti inn í vetrarstarfið, við höfðum svona fræðsludag sl. haust sem skilaði nýjum hópum á nýjum stöðum og við hvetjum ykkur til að skoða þetta vel – við setjum þessa auglýsingu inn nú með góðum fyrirvara og hún hefur líka borist ykkur í fréttabréfum.

Skráið ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið.

Með kærri kveðju,     María S. – gsm. 858 6503   Margrét E. – gsm. 692 0532    Sólrún – gsm 895 3320