Skip to main content

Tólf spora byrjanir í október og enn opið á sumum stöðum.

Með september 24, 2024Fréttir

Sæl öll,

Það er með mikilli ánægju sem við getum sagt frá því að ákveðið hefur verið að byrja á ný með Tólf spora starf í Glerárkirkju á Akureyri

Við höfum fengið margar fyrirspurnir frá Akureyri um hvort ekki verði þar tólf spora starf.  Nú hefur Glerárkirkja tilkynnt nýja byrjun miðvikudaginn 2. október n.k. kl. 17:30-19.30. Allir eru velkomnir á fyrstu opnu fundina og ekki þarf að skrá sig. Það er mikilvægt að mæta á opnu fundina til að kynnast starfinu og vita hvort það hentar. Á fjórða fundi þ. 23. október n.k. verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta verði með í vetur.  Eftir það fer vinnan fram í lokuðum hópum þar sem er trúnaður og nafnleynd.

Næstkomandi fimmtudag 26. sept. eru síðustu opnu fundirnir í Grensáskirkju og Kirkju Óháða safnaðarins. Sjá upplýsingar 

Í október hefst starfið í:
Garðaprestakalli í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi, 2. október kl. 20.00
Í Mosfellsbæ í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ, 2. október kl. 19.30

Enn er líka opið í:
Keflavíkurkirkju – síðasti opni fundurinn verður 7. okt. kl. 19.30
Selfosskirkju – síðasti opni fundurinn verður 1. okt. kl. 17.30
Hafnarkirkja á Höfn – síðasti opni fundurinn verður 2. okt. kl. 17.00
Landakirkja í Vestmannaeyjum. – fyrsti fundurinn var mánud. 23. sept. kl. 18.30 – enn opið.

Gefum okkur tíma og tækifæri til að bæta líf okkar og sjáumst á sporafundi
Vinir í bata