Batamessa í nóvember
Batamessa nóvembermánaðar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 7. nóvember n.k. kl. 17.00. Batamessurnar eru gott tækifæri fyrir okkur til að iðka 11. sporið og til að hitta aðra vini í bata. Þetta er líka kjörið tækifæri til að bjóða fólki með til að kynna fyrir því hvað sporastarfið stendur fyrir. Vinir í bata í Grensáskirkju taka alltaf vel á móti okkur og við hvetjum ykkur til að koma og finna hvað þetta eru góðar stundir.
Enn er opið á þessum stöðum:
Í Selfosskirkju er enn opið. Starfið er á mánudögum kl. 18.00.
Síðasti opni fundurinn er mánudaginn 1. nóvember.
Í Safnaðarheimili Lágafellskirkju, Þverholti 3, Mosfellsbæ er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 19.30
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.
Í Safnaðarheimili Bessastaðakirkju, Brekkuskógum 1, Álftanesi, er enn opið.
Starfið er á miðvikudögum kl. 20.00
Síðasti opni fundurinn er miðvikudaginn 27. október.