Vinir í bata

Vinna okkar í Tólf sporunum hefur bætt líf okkar og verið okkur andleg vakning

 

Vinir í bata

Við erum hópur fólks sem tileinkum okkur Tólf sporin sem lífstíl

 

Vinir í bata

Við erum á andlegu ferðalagi með öðru fólki þar sem Guð er okkar leiðsögumaður

Nýjustu fréttir

Fréttir
september 15, 2021

Hraðferð í sporunum í Lindakirkju – opinn fundur í kvöld 22. sept

Annar opni fundur vetrarins 2021-2022 í Lindakirkju verður miðvikudaginn 22. sept. 2021 kl.18.30. Farin verður 16 vikna ferð eða svokölluð hraðferð þar sem einni yfirferð um sporin lýkur fyrir áramót. Það…
Fréttir
september 7, 2021

Vetrarstarfið haust 2021

Við erum að fara af stað með Tólf spora starf Vina í bata í mörgum kirkjum og treystum því að geta haldið úti venjulegu starfi. Á höfuðborgarsvæðinu eru þrjár kirkjur…
Fréttir
september 7, 2021

Fræðsluþættir um Tólf sporin

Á vegum Útvarpsstöðvarinnar Lindin hafa verið gerðir fræðslu- og viðtalsþættir um Tólf sporin. Fyrstur er inngangsþátturinn og síðan koma þættir um hvert spor í réttri röð. Útvarpsþættir á Lindinni
Allar fréttir
Hver erum við?

Guð er okkar leiðsögumaður

Vinir í bata er hópur fólks (karla og kvenna), sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl.

Við höfum verið á okkar Andlega ferðalagi með öðru fólki og hvert með öðru og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn.

Við höfum fundið að vinna okkar í Tólf sporunum hefur hjálpað okkur að breyta því sem þurfti í lífi okkar og hjálpað okkur að sættast við það sem ekki er á okkar færi að breyta. Tólf spora vinnan hefur þannig fært bata inn í líf okkar og verið okkur andleg vakning. Þess vegna langar okkur til þess að þú fáir líka að reyna bata og eitthvað nýtt og gott inn í þitt líf og þínar aðstæður.

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu?

Okkur hafa borist reynslusögur

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu og að þú ráðir ekki alltaf við aðstæður?

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér að þig langaði til og/eða þú þyrftir á því að halda að skoða lífið þitt - hvert þú stefnir - hverjar tilfinningar þínar eru og hvernig þú getur bætt samskipti þín við annað fólk?

Veistu að Tólf sporin eru kjörið verkfæri til að bæta líf okkar? Við erum mörg sem getum vitnað um það af eigin reynslu.

Reynslusögur