Skip to main content
 

Vinir í bata

Vinna okkar í Tólf sporunum hefur bætt líf okkar og verið okkur andleg vakning

 

Vinir í bata

Við erum hópur fólks sem tileinkum okkur Tólf sporin sem lífstíl

 

Vinir í bata

Við erum á andlegu ferðalagi með öðru fólki þar sem Guð er okkar leiðsögumaður

Nýjustu fréttir

Fréttir
apríl 30, 2023

Vorhátíð/Uppskeruhátíð 2023

Vorhátíð/Uppskeruhátið 2023 Það styttist í vorhátíðina og við hlökkum til að sjá ykkur með vor í augum og glöð yfir að vera í bata. Við kíkjum í fataskápinn okkar og…
Fréttir
febrúar 16, 2023

Aðalfundur Vina í bata verður 5. mars 2023 kl. 16.00

Boðað er til aðalfundar Vina í bata 2023 sunnudaginn 5. mars n.k. kl. 16.00 í Kirkju Óháða safnaðarins, Reykjavík Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla starfshóps - Reikningar 2022 - Kosning -…
Fréttir
janúar 2, 2023

Ný byrjun – 16 vikna ferðalag í Árbæjarkirkju

Tólf spora starfið í Árbæjarkirkju hefst að nýju 11. janúar 2023. Um er að ræða 16 vikna prógramm sem hefst í janúar og lýkur í maí 2023. Fyrst eru tveir…
Allar fréttir
Hver erum við?

Guð er okkar leiðsögumaður

Vinir í bata er hópur fólks (karla og kvenna), sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl.

Við höfum verið á okkar Andlega ferðalagi með öðru fólki og hvert með öðru og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn.

Við höfum fundið að vinna okkar í Tólf sporunum hefur hjálpað okkur að breyta því sem þurfti í lífi okkar og hjálpað okkur að sættast við það sem ekki er á okkar færi að breyta. Tólf spora vinnan hefur þannig fært bata inn í líf okkar og verið okkur andleg vakning. Þess vegna langar okkur til þess að þú fáir líka að reyna bata og eitthvað nýtt og gott inn í þitt líf og þínar aðstæður.

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu?

Okkur hafa borist reynslusögur

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu og að þú ráðir ekki alltaf við aðstæður?

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér að þig langaði til og/eða þú þyrftir á því að halda að skoða lífið þitt - hvert þú stefnir - hverjar tilfinningar þínar eru og hvernig þú getur bætt samskipti þín við annað fólk?

Veistu að Tólf sporin eru kjörið verkfæri til að bæta líf okkar? Við erum mörg sem getum vitnað um það af eigin reynslu.

Reynslusögur