Vinir í bata

Vinna okkar í Tólf sporunum hefur bætt líf okkar og verið okkur andleg vakning

 

Vinir í bata

Við erum hópur fólks sem tileinkum okkur Tólf sporin sem lífstíl

 

Vinir í bata

Við erum á andlegu ferðalagi með öðru fólki þar sem Guð er okkar leiðsögumaður

Nýjustu fréttir

Fréttir
september 12, 2022

Það verður batamessa í Garðakirkju sunnudaginn 2. okt. kl. 14.00 – athugið breyttan tíma.

Það verður batamessa í Garðakirkju, sunnudaginn 2. október n.k. kl. 14.00 - athugið að það er breyttur messutími í þessari messu. Þetta er fyrsta messa haustsins á Höfuðborgarsvæðinu og hún…
Fréttir
ágúst 24, 2022

Vetrarstarfið í tólf sporunum

Nú styttist í að sporastarfið fari að byrja í kirkjunum þar sem það hefur verið. Við erum að setja inn dag- og tímasetningar eftir því sem þær berast okkur og…
Fréttir
ágúst 17, 2022

Fræðsluþættir um Tólf sporin

Við viljum vekja athygli á útvarpsþáttunum um Tólf sporin. Góð kynning á starfinu. Það verður aftur farið að útvarpa Tólf spora þáttunum á Lindinni - sá fyrsti verður fimmtudaginn 1.…
Allar fréttir
Hver erum við?

Guð er okkar leiðsögumaður

Vinir í bata er hópur fólks (karla og kvenna), sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl.

Við höfum verið á okkar Andlega ferðalagi með öðru fólki og hvert með öðru og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn.

Við höfum fundið að vinna okkar í Tólf sporunum hefur hjálpað okkur að breyta því sem þurfti í lífi okkar og hjálpað okkur að sættast við það sem ekki er á okkar færi að breyta. Tólf spora vinnan hefur þannig fært bata inn í líf okkar og verið okkur andleg vakning. Þess vegna langar okkur til þess að þú fáir líka að reyna bata og eitthvað nýtt og gott inn í þitt líf og þínar aðstæður.

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu?

Okkur hafa borist reynslusögur

Upplifirðu stjórnleysi í lífi þínu og að þú ráðir ekki alltaf við aðstæður?

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér að þig langaði til og/eða þú þyrftir á því að halda að skoða lífið þitt - hvert þú stefnir - hverjar tilfinningar þínar eru og hvernig þú getur bætt samskipti þín við annað fólk?

Veistu að Tólf sporin eru kjörið verkfæri til að bæta líf okkar? Við erum mörg sem getum vitnað um það af eigin reynslu.

Reynslusögur