Það verður ný byrjun í Árbæjarkirkju í janúar 2019. Boðið verður upp á tólf spora starf mánuðina janúar til maí 2019 á miðvikudögum kl. 19.00-21.00. Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 9. janúar, næsti opni fundurinn er 16. janúar og á fundinum 23. janúar verður hópnum lokað. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.
Margir segja að það besta sem þeir hafi nokkurn tíman gert fyrir sjálfa sig er að taka þátt í tólf spora starfinu af heilum hug.
Á uppskeruhátíðinni í vor var flutt ljóð sem fjallar um 12 sporin og er svo skemmtilegt að við deilum því hér með ykkur:
mitt_andlega_ferdalag_-_ljod.pdf
Það gleður ykkur örugglega að heyra að nú hefur bókin Bænir fyrir Tólf sporin verið endurprentuð og fæst hjá Kirkjuhúsinu. Margir hafa saknað hennar og geta nú keypt sér eintak og svo er hún líka upplögð í jólapakkann.
Ný og endurbætt vinnubók Tólf sporin – Andlegt ferðalag er tilbúin til afgreiðslu hjá Skálholtsútgáfunni/Kirkjuhúsinu.
Þangað er hægt að senda inn pantanir. Það eru talsverðar breytingar frá fyrri útgáfum, m.a. breyting á ritningargreinum, á textanum og tilfærsla á texta innan sporakaflanna. Það er ekki eins auðvelt að nota ólíkar útgáfur samhliða og verið hefur og ágætt að endurnýja. Bókin kostar kr. 3.500.
Hljóðbók: Nýja bókin er nú komin á hljóðbók á heimasíðunni www.hlusta.is.
Hægt er að skrá sig á póstlistann hér á síðunni til að fylgjast með þeim viðburðum sem eru og verða í gangi.