Hér koma upplýsingar um Tólf spora fundi veturinn 2024-25. Enn er verið að safna upplýsingum frá kirkjunum og verður síðan uppfærð. Þar sem ekki er komin dagsetning haustið 2024 – höfum við ekki fengið upplýsingar.
Tólf spora starf verður í Selfosskirkju veturinn 2024-2025. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 10. september 2024 kl. 17.30. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og bara hægt að mæta, þarf ekki að skrá sig. Á fjórða fundi 1. okt. verður hópunum lokað og fleirum verður ekki bætt við þetta haust.
Fundartími er þriðjudagar kl. 17.30-19.30.
Sporastarf verður í vetur í Hafnarkirkju Hornafirði. Fyrsti fundur verður miðvikudaginn 11. september 2024 kl. 17.00. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og bara hægt að mæta, þarf ekki að skrá sig. Á fjórða fundi 2. okt. 2024 verður hópunum lokað og fleirum verður ekki bætt við þetta haust.
Fundatími: Miðvikudagar kl. 17:00-19:00
Það verður sporastarf í Landakirkju í Vestmannaeyjum veturinn 2024-25. Fyrsti opni fundurinn og kynningarfundur verður í safnaðarheimili Landakirkju 23. september 2024 Fundirnir byrja kl. 18.30. Á fundinum þ.14. október verður hópunum lokað.
Framhaldshópur verður líka starfandi – og fundir þar hefjast 9. sept. 2024 kl. 20.00. Fundir fara fram í fundarherbergi Landakirkju.
Fundatími: Mánudagar kl. 18:30-20:30 /framhaldshópar kl. 20:00
Það verður Tólf spora starf í Keflavíkurkirkju í vetur og fyrsti opni fundurinn verður mánudaginn 16. september kl. 19.30. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram – bara mæta.
Á fjórða fundi þ. 7. október verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli að vera með í vetur.
Fundartími: Mánudagar kl. 19.30-21.30 í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.
Verið er að athuga með Tólf spora starf eftir áramót, þ.e. í janúar 2025 og það verður nánar auglýst þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Það verður Tólf spora starf Dalvíkurkirkju í vetur og fyrsti opni fundurinn verður: Vantar upplýsingar. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram – bara mæta.
Á fjórða fundi þ. xxx verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli að vera með í vetur.
Fundartími: Mánudagar kl. 18.30-20.30
Vantar upplýsingar.
Fundartími er á þriðjudögum frá kl. 19.30.