Þetta eru Tólf erfðavenjur Vina í bata. Það eru þær sem við höfum til viðmiðunar í öllum aðstæðum.
Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins er undir einingu okkar kominn.
Það er aðeins einn leiðtogi í hverjum hópi og það er algóður Guð. Leiðbeinendur okkar eru ekki stjórnendur, heldur vinir í bata sem við treystum og hafa reynslu af Tólf spora starfinu.
Vinir í bata eru þeir sem fara hið Andlega ferðalag samkvæmt Tólf sporunum.
Hópastarf í hverri kirkju á að vera sjálfráða nema um málefni sem snerta Vini í bata í heild.
Vinir í bata hafa þann tilgang að flytja öðrum boðskap Tólf sporanna.
Vinir í bata eiga aldrei að standa að, leggja fé til né lána nafn sitt neinum skyldum eða óskyldum hópum. Þetta er til þess að fjármunir, eignir og upphefð fjarlægi okkur ekki frá upphaflegum tilgangi okkar.
Félagsgjöld eru engin en við sjáum okkur fjárhagslega farborða með innbyrðis samskotum. Hópastarf í hverri kirkju á að standa á eigin fótum og hafna utanaðkomandi fjárhagsaðstoð.
Tólfta spors starfið á að vera í höndum áhugamanna úr röðum reyndari sporafara en Vinir í bata geta ráðið starfsmann/menn til sérstakra starfa.
Vinir í bata er grasrótarhreyfing sem á ekki að skipuleggja en hægt er að mynda vinahópa eða þjónusturáð sem ábyrg eru gagnvart þeim sem þau þjóna.
Vinir í bata taka ekki afstöðu til opinberra málefna. Nafninu á að halda utan við deilur og dægurþras.
Afstaða okkar út á við byggir fyrst og fremst á aðlöðun en ekki áróðri. Í fjölmiðlum skyldum við gæta nafnleyndar.
Nafnleyndin er hinn andlegi grundvöllur erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.