Skip to main content

11. sporið: Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það.

Óháði söfnuðurinn býður upp á opna 11. spors fundi á fimmtudögum kl. 18-19 fyrir þá sem hafa farið í gegnum 12 sporin skv. vinnubókinni 12 sporin andlegt ferðalag.

Ef þú vilt fá hvatningu til að hugleiða í bata, læra hvernig á að hugleiða og æfa í hóp, þá er þetta fundur fyrir þig.  Finndu líkamlegan og andlegan ávinning að því að hugleiða og uppgötvaðu innri tengingu í samfélagi við æðri mátt.
Þetta eru ekki opnir umræðufundir en við notum nokkrar mínútur eftir hugleiðsluna til að deila upplifun okkar áður en við kveðjumst og höldum á vit hins daglega lífs.

Tilgangurinn er að þjóna og iðka 11. sporið og hvetja til hugleiðslu og bæna í bata.

Aðferðir við hlustun, hugleiðslu og bænina:

  • Vertu róleg/ur og kyrr
  • Slakaðu á
  • Hlustaðu
  • Skrifaðu niður hugsanir sem koma.
  • Prófaðu hverja hugsun með fjórum stöðlum; heiðarleika, hreinleika, óeigingirni og kærleika til að
    aðgreina Guðs hugsanir frá sjálfum hugsunum. Hvað kemur til þín frá heilögum anda?
  • Deildu með hópnum því sem þú telur hafa staðist „prófið“.

Dagskrá fundarins:
Upplestur úr bókinni vinir í bata
Lesin bæn eða hugleiðing
Hugleiðsla/ bæn / kyrrðarbænastund (40 mínútur)
Umræða (10 mínútur)
Lokun og stutt bæn