Skip to main content

Vetrarstarfið í tólf sporunum

Með ágúst 24, 2022september 8th, 2022Fréttir

Nú styttist í að sporastarfið fari að byrja í kirkjunum þar sem það hefur verið.

Við erum að setja inn dag- og tímasetningar eftir því sem þær berast okkur og hvetjum ykkur til að fylgjast með.

Fyrsta byrjunin sem við vitum um núna er í Grensáskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 19.15. Það þarf ekki að skrá sig og allir eru velkomnir.

Það hafa borist upplýsingar frá Kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, þar byrjar starfið líka á fimmtudaginn 1. september með kynningarfundi kl. 19.30.  Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

Svo er komin dagsetning á nýja byrjun á Selfossi, sem er 12. september n.k. kl. 18.00-20.00. Allir velkomnir – bara mæta.

Það verður líka ný byrjun í sporunum í Grindavík þann 12. september n.k. kl. 20.00.

Það vantar talsvert af upplýsingum ennþá, sérstaklega af landsbyggðinni og e.t.v. er sporastarf á fleiri stöðum en við höfum upplýsingar um. Það væri gott að heyra um það, ef svo er.