
Í Selfosskirkju byrjar tólf spora starfið á ný næstkomandi mánudag 11. október kl. 18.00. Það verður síðan vikulega á sama tíma. Það eru allir velkomnir á opnu sporafundina, sem eru þrír, en á fundinum 1. nóv. verður hópunum lokað og reiknað með að þeir sem þá mæta ætli sér að vera með í vetur.
Sporastarfið var líka að byrja í gær í Mosfellsbæ, Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3. Þar verður starfið á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 og síðasti opni fundurinn verður 27. október.
Starfið á Álftanesi hófst líka í gær í Safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, og verður líka á miðvikudagskvöldum kl. 20.00. Síðasti opni fundurinn verður 27. október.