Skip to main content

Ný byrjun – hraðferð í Lindakirkju 12. janúar

Með janúar 6, 2022Fréttir

Það verður ný byrjun í Lindakirkju í Kópavogi, miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl.18.30. Annar opinn fundur verður 19. janúar n.k.

Farin verður 16 vikna ferð eða svokölluð hraðferð þar sem einni yfirferð um sporin lýkur í vor.

Allir velkomnir á opnu fundina.

Sunnudaginn 9. janúar verður messa í Lindakirkju sem send verður út í gegnum Facebook síðu kirkjunnar

Þar verður örstutt kynning á starfinu ef þið viljið kíkja.

Minnum líka á þættina um Tólf sporin sem eru á heimasíðunni. Ef þið viljið kynna ykkur starfið.