Skip to main content
Haustið hefur ávallt markað upphafið að öflugu vetrarstarfi Vina í bata í kirkjum víða um land. Árið 2020 hefur sannarlega fært okkur flestum miklar áskoranir og okkar starf er því ekki síst mikilvægt nú. Því miður munu ekki allar þær kirkjur, sem hafa verið virkar á síðustu árum, geta hafið sporastarf þetta haustið en við tökum því með æðruleysi. Það er hins vegar ánægjulegt að nú þegar hafa þrjár kirkjur staðfest að þar muni hefjast starf haustið 2020. Þar verða í heiðri hafðar gildandi sóttvarnarreglur hverju sinni og hver og einn þátttakandi er beðinn um að sýna tillit og virða þær reglur þegar komið er saman á vegum Vina í bata.
Grensáskirkja býður upp á fyrsta opna fund haustsins fimmtudaginn 3. september kl. 19:15.
Kirkja Óháða safnaðarins býður upp á fyrsta opna fund hautsins fimmtudaginn 3. september kl. 19:30.
Grindavíkurkirkja býður upp á fyrsta opna fund hautsins mánudaginn 5. október n.k. kl. 20:00.
Landakirkja í Vestmannaeyjum mun bjóða upp á sporastarf í vetur, við sendum frá okkur upplýsingar um fundi þegar þær liggja fyrir.
Vert er að minna á að ekki er skylda að tilheyra ákveðinni kirkju eða söfnuði til að sækja námskeið á vegum Vina í bata. Allir eru velkomnir!
Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með upplýsingum um hauststarfið okkar hér http://viniribata.is/kirkjur-fundartimar/ en upplýsingarnar eru uppfærðar eftir því sem þær berast okkur frá þeim kirkjum sem taka þátt.
Fyrsta batamessa haustsins fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ þann 4. Október. Við munum senda nánari upplýsingar þegar nær dregur.