Skip to main content

Batamessa október mánaðar verður í Vídalínskirkju

Með október 4, 2020Fréttir, Viðburðir

Fyrsta batamessa haustsins 2020 fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 4. október, kl. 17.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari.
Vinur í bata flytur vitnisburð um reynslu sína af 12 sporunum.
Jóhann Baldvinsson organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
KK flytur einsöng

Strax að lokinni messu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Sóttvarna verður gætt og við höldum góðri fjarlægð.

Allir sem hafa áhuga á að kynna sér 12 sporin ættu að koma til þessarar messu en það eru ALLIR velkomnir!