Batamessa október mánaðar í Vídalínskirkju

Með október 4, 2019 Fréttir, Viðburðir

Fyrsta batamessa haustsins 2019 fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ nk. sunnudag, 6. október, kl. 17.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt Helgu Björk Jónsdóttur djákna.
Vinur í bata flytur vitnisburð um reynslu sína af 12 sporunum. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur einsöng við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar.

Strax að lokinni messu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu.

Allir sem hafa áhuga á að kynna sér 12 sporin ættu að koma til þessarar messu en það eru ALLIR velkomnir!