Skip to main content

Batamessa í apríl fellur niður

Með mars 18, 2020Fréttir

Vegna Coronaveirunnar og samkomubanns þá verður engin batamessa í apríl. Uppskeruhátíð Vina í bata hefur venjulega verið í maímánuði ár hvert og þurfum við að sjá hver framvindan verður áður en hægt er að taka ákvörðun um tímasetninguna í vor.

Endilega verið í sambandi og sendið inn í gegnum heimasíðuna ef þið hafið spurningar og ef það er eitthvað sem þið viljið miðla til annarra Vina í bata. Við minnum líka á facebook síðuna, þar sem þeir sem það vilja, geta sett eitthvað uppbyggilegt inn til stuðnings hvert fyrir annað.

Sporin standa alltaf fyrir sínu og batinn skilar sér til okkar með því að við höldum okkur við efnið.

Kær batakveðja

Starfshópur Vina í bata