
Batamessa febrúarmánaðar fer fram í Bessastaðakirkju á Álftanesi sunnudaginn 2. febrúar kl. 17.
Við hvetjum ykkur sem eruð í sporavinnunni í vetur að mæta til messunnar, það er um að gera að bjóða vinum eða fjölskyldu með sér.
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari.
Vinur í bata flytur vitnisburð um reynslu sína af 12 sporunum og söngkonan Ellen Kristjánsdóttir syngur.
Strax að lokinni messu er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1 á Álftanesi.
Allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar messu!