Skip to main content

Aðalfundur og batamessa 1. mars 2020

Með febrúar 22, 2020Fréttir

Aðalfundur vina í bata 1. mars kl. 15.30

Vinir í bata í Árbæjarkirkju hafa tekið að sér að hafa aðalfund samtakanna Vinir í bata sunnudaginn 1. mars 2020 – kl. 15.30.

Á dagskrá aðalfundar eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla starfshóps
Reikningar lagðir fram og kynntir
Kosnir fulltrúar í starfshóp
Önnur mál

Við hvetjum alla Vini í bata til að koma og taka þátt í aðalfundarstörfum og leggja sitt af mörkum til þess að Tólf sporin – Andlegt ferðalag haldi áfram að vera það góða uppbyggingarstarf sem það hefur verið.

Það vantar a.m.k. tvo fulltrúa í starfshópinn og við höfum þörf fyrir fólk sem er áhugasamt og þekkir til sporastarfsins. Við hvetjum sérstaklega þau sem eru virk í Tólf spora starfi í kirkjunum, bæði út um landið og á höfuðborgarsvæðinu, til að koma og vera með og gefa kost á sér til starfa fyrir heildina.

Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi!

 

Batamessa marsmánaðar verður í Árbæjarkirkju 1. mars kl. 17.00

Í Árbæjarkirkju hefur verið öflugt og gott Tólf spora starf og nú eru það vinir í bata, sem hafa verið í starfinu þar, sem bjóða okkur til batamessu.

Það eru allir velkomnir til batamessu þó að hún sé tileinkuð sporafólki.
Í batamessu gefst okkur tækifæri til að koma saman og njóta andlegrar næringar í samfélagi. Batamessur eru með föstu sniði, þar fáum við m.a. að heyra vitnisburð einstaklings eða einstaklinga sem hafa farið í gegnum 12 sporin. Presturinn hefur eitthvað gott að segja okkur til að taka með út í daginn.

Við hvetjum sporafara til að taka með sér maka eða vini og auðvitað eru fermingarbörnin boðin velkomin.
Eftir messuna býður heimafólk okkur upp á hressingu þar sem við getum átt notalega stund saman og spjallað. Það er gott að hitta fólk sem er á sama ferðalagi og við.
Sjáumst í batamessu!