Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2021

Rafræn Batamessa sunnudaginn 7. febrúar n.k.

Með Fréttir

Rafræn Batamessa verður send út frá Bessastaðakirkju sunnudaginn 7. febrúar n.k. kl. 17:00.

Við hvetjum ykkur öll sem eruð í sporavinnunni og þau ykkar sem farið hafa í gegnum sporin til gefa ykkur

tíma til að setjast niður og njóta messunnar og er tilvalið að bjóða fjölskyldu og/vinum að njóta með ykkur.

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari.

Vinur í Bata flytur vitnisburð um reynslu sína af tólf sporunum og flutt verða tónlistaratriði.

Að mæta í Batamessu er stór liður í sporastarfi vetrarins og bataferlinu og því um að gera að láta þessa ekki fram hjá sér fara.

Messan verður flutt rafrænt frá facebook síðu Bessastaðasóknar og mun birtast á sunnudaginn næsta kl. 17, sjá hér:

https://www.facebook.com/hans.gudberg.alfredsson

 

Bæði eftir Batamessur og á sporafundum er tekið við samskotum þeirra sem geta og vilja leggja félaginu lið en rekstur heimasíðu félagsins til að auglýsa viðburði, fundarstaði og dagskrá er helsti kostnaðarliðurinn sem standa þarf straum af. Nú á tímum samkomutakmarkana bendum við því á að þeir sem vilja og/eða geta lagt eitthvað til, að leggja inn á reikning nr. 0161-15-385103, kt. 510305-0780.

Allt hjálpar og munum að margt smátt gerir eitt stórt.