Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

janúar 2021

Nýtt ár – ný tækifæri

Með Fréttir

Kæru vinir í bata  – gleðilegt nýtt ár!

Það hefur ekki farið fram hjá ykkur að allt starfið okkar hefur litast mjög af þeim skorðum sem okkur öllum hafa verið settar vegna heimsfaraldursins. Nokkrar kirkjur náðu þó að koma starfinu sínu af stað í haust og með rýmri samkomutakmörkunum nú eru fleiri að fara af stað með sporastarf.

Margar kirkjur hafa verið duglegar við að senda út rafrænt efni á undanförnum vikum s.s.  hugleiðslu og bænastundir á Facebook og hvetjum við alla til að nýta sér það og skoða hvað er í boð. Má þar nefna t.d.

Lindakirkju https://www.facebook.com/lindakirkja/videos/798828520842791

Vídalínskirkju: https://www.facebook.com/hans.gudberg.alfredsson/videos/722882715016132

 

Tvær kirkjur á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fara af stað með hraðferð í sporunum í næstu viku og ef fleiri kirkjur bætast við munum við uppfæra upplýsingar á síðunni um leið og þær berast.

 

Lindakirkja – Ný byrjun – Hraðferð – 1 spor á viku

Sporastarfið hefur gengið vel í Lindakirkju í haust og munum við fara aftur af stað miðvikudaginn 20. janúar n.k. Þá förum við hraðferð þar sem farið er í 1 spor á viku. Fundirnar hefjast stundvíslega kl. 18:30 og gert er ráð fyrir að þeim ljúki kl. 20:00.

Við hvetjum þátttakendur til þess að koma undirbúin í fyrsta tímann með því að lesa kaflan um fyrsta sporið því við byrjun strax. Bókin fæst í Kirkjuhúsinu og heitir „Tólf sporin – Andlegt ferðalag“. Einnig er gott að mæta með glósubók til að vinna verkefnin í. Við gætum að sóttvörnum og mætum öll með grímur, pössum vel upp á 2ja metra regluna og erum dugleg að spritta hendur. Ekki er boðið upp á sameiginlegt kaffi og því eru allir hvattir til að koma með sín eigin drykkjarföng. Engin faðmlög eða handabönd. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi starfið í Lindaskirkju má hafa samband við Baldur í netfangið: baldur@netland.is.

 

Staður:  Lindakirkja – Uppsölum 3 – Kópavogi
Tími: kl. 18.30-20.00 á miðvikudagskvöldum frá og með 20. Janúar 2021.

 

Garðasókn – Ný  byrjun – Hraðferð á Álftanesi

Þar sem rýmkvað hefur verið um samkomutakmarkanir, höfum við ákveðið að láta á það reyna að hafa nýja byrjun í tólf spora starfinu á vegum Garðasóknar núna í janúar 2021. Við gætum að sóttvörnum, mætum með grímur, höldum fjarlægð og sprittum. Það verður ekki boðið upp á kaffi en þátttakendur geta tekið með sér eigin drykkjarföng. Engin faðmlög eða handabönd.

Núna höfum við hraðferð, það verða tveir opnir fundir, þ.e. 20. og 27. janúar en þá verður hópunum lokað. Síðan verður tekið 1 spor á viku og við ljúkum í maí.   Við getum ekki verið fleiri en 20 þannig að þau sem eru frá upphafi ákveðin í að vera með hafa forgang um pláss.

Staður:  Safnaðarheimilið að Brekkuskógum 1 – Álftanesi
Tími: kl. 20.00-22.00 á miðvikudagskvöldum frá og með 20. Janúar 2021.

 

Með kærum kveðjum

Starfshópurinn